Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Qupperneq 42
80
DALURINN OG ÞORPIÐ
N.Kv.
kvað hana mundu ráða þessu. Hún þagnaði
við og rétti honum nýkomið blað. Það var
Tíminn. Bóndi reif það upp, leit lauslega
yfir fyrirsagnirnar, og sneri því næst máli
sínu til kaupamannsins og sagði:
Ekki veit ég nú hvar við íslendingar vær-
um staddir, ef við ættum ekki viturlegan
milliflokk, eins og Framsóknarflokkinn til
að miðla málum milli öfganna tveggja, aft-
urhalds og sósíalisma. Það væri nú víst
bága útkoman hér á landi þá.
Jæja, Steini hafði fátt gott um Framsókn-
arflokkinn heyrt til þessa. Gömlu húsbænd-
urnir á Mörfelli höfðu jafnan ráðstafað at-
kvæðum hjúa sinna eftir því, sem þeir töldu
affarabezt fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.
Það er orðið nokkuð mikið um þetta há-
launafólk hér á landi, sagði Arni. Þeim
verður ekki mikið fyrir því að byggja sér
fínar villur þarna í Reykjavík, þó við get-
um varla hróflað upp hesthúskofa, nema
fara á sveitina fyrir bragðið.
Eg hefi nú alltaf heyrt, að það sé enginn
auður til á Islandi, sagði Steini með hægð.
Jú, hér eru margir ríkir, ja, kannske ekki
á borð við þá í útlandinu, ef maður miðar
við það, sagði Árni. Það er ekkert að marka
hvað íhaldsblöðin segja um þetta, þau verja
launastéttirnar allt hvað af tekur. Þú ættir
að lesa Tímann.
Eg les nú ekki mikið, mér finnst ég aldrei
hafa tíma til þess, sagði Steini.
Eg lána þér blöðin í vetur, þá er helzt
tími, sagði Árni.
Steini svaraði ekki.
Húsfreyja skar niður slátur á búrbekkn-
um til hliðar. Hún sagði: Og það er nú ekki
allt merkilegt, sem er í þessum blöðum.
Ekki get ég hælt því.
Já, það er langur ómagahálsinn á sum-
um. Það hafa ekki allir lag á því að verða
ríkir, sagði Steini.
O-nei. Það gildir einu hvað sumir vinna,
þeir hafa ekki nema til hnífs og skeiðar.
Það eru ekki allir búskaparmenn á jörðu
hér, sagði bóndi.
■--------Finnu voru bornar fréttirnar,
að stjúpsyni bennar liði vel, af manni, sem
átti leið fram í dal. Vilcan leið alltof fljótt,
fannst drengnum. Hann borðaði glóðarbak-
að brauð við hlóðirnar hjá gömlu konunni.
Hún strauk honum um vangann og sagði, að
hann hefði fallegan hnakka og gáfuleg augu.
Hann leit upp, heitur og framandi. Enginn
hafði sagt þetta um hann fyrr. Var óhætt að
trúa þessu? Um kvöldið leit hann í spegil,
sperrti brýnnar og aðgætti augu sín í skugg-
anum, í birtunni.
Voru þau kannske ekki falleg?
Um nóttina dreymdi hann fallegan
draum.
Hann þóttist standa í grænu túni, einn.
Það var yfir miðnætti og bjart. Allt í einu
stóð gamla konan við hlið honum, en það
var ekki lengur gömul kona, heldur ung og
augu hennar voru fegurst alls, er hann hafði
séð til þessa. Hún var í lifrauðri treyju, eins
og álfkonan, leit við honum og mælti:
Þú munt verða mikill maður, og mestur
gæfumaður á íslandi, ef þú ferð að mínum
ráðum. Farnist þér vel.
Á því augnabliki skildi hann, að það var
ekki neitt undarlegt við það, þó hún kynni
vísur. Hún var konungsdóttir í álögum.
Það leið að helgi. Drengurinn hlakkaði
ekki til hennar, hann lcunni vel við sig á Á,
og brauðið, sem gamla konan bakaði á
glóðinni, var næstum því eins gott og vísur
hennar, skyrið sem hún hrærði í skálina
hans, sætt og ljúffengt. Hún vermdi hendur