Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Qupperneq 44

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Qupperneq 44
DALURINN OG ÞORPIÐ N. Kv. Finna um kvöldið og leit hæðnislega á drenginn. Hann svaraði engu. Daginn eftir fór faðir hans að þekja hey- ið við ærhúsið. Það var lítill kumbaldi og illa borið upp. Það leit út fyrir rigningu með kvöldinu og vindurinn var nístingskaldur. Drengur- inn hímdi í skjóli við vegginn, hann féllst ekki á að fara inn, hvorki með góðu eða illu. Svo dimmdi að og nokkru síðar fór að hellirigna. Þá kom húsfreyja til aðstoðar manni sínum. Hún var í stórtreyju, bættri treyju af eiginmanninum, með stóra lás- nælu upp við kverkina og hafði svarta ldút- inn í skýlu. Farðu heim strákur, sagði hún kuldalega, en hann leit bara á liana fyrirlitlega og þrjózkaðist við. Faðir hans var þarna enn. Veðrið versnaði stöðugt. Drengurinn sett- ist í blautt grasið, þreifaði fyrir sér með hendinni upp eftir veggnum. Það var eins og að þreifa á slýi. Hann vissi hvað þetta var. Það var dautt gras. Svona dó allt, manneskjurnar síðast. Þær lifðu lengur en grasið og blómin. Nema þeir, sem dóu ung- ir eins og litla systir hans. Drengnum var ískalt. Hann var krókloppinn á höndunum og settist á þær til að fá yl. En þá var jörð- in svo blaut og köld. Var gaman að lifa? Þótti fólkinu það? Þarna var faðir hans uppi í heykumblinu og stjúpan handlangaði torfið, en regnið buldi á þeim eins og tveim ólögulegum þústum og stormurinn næddi um þau. Þau voru eins og tveir náhrafnar, en náhrafna hafði dreng- urinn heyrt getið um í kvæði. Fjallið var eins og dökkur veggur bak við bæinn, eða kannske var þar ekkert fjall, heldur aðeins glórulaust, kolsvart myrkur, regnbogalitir himinsins á bak og burt. Ef það kæmi nú elding? Ef rifnaði nú allt í einu gat á hin svörtu ský og eldurinn brytist í gegn, bjart, fossandi eldhaf, sem bryti upp heykumblið á svipstundu, öll hey — alla bæi í dalnum. Sjálfur ætlaði dreng- urinn að lcomast lífs af, standa yfir hinum eyddu bæjum, frjáls og milclu vitrari en áð- ur. Honum hlýnaði við að hugsa þessar skelfilegu hugsanir. Honum hljóp kapp í kinn. Eru þau ekki loksins búin þarna uppi? Hvaða óskapa tími fer í að þekja þetta hey. Þau njörvuðu það niður með rekaviðarbút- um, en það er til nokkurs, ef eldingin kem- ur og gleypir allt. Hún sleikir jörðina með eldtungu. Hvar var nú vorið? Loksins var þetta búið og faðir drengsins kom til hans, tók í hendina á honum og leiddi hann heim sleipa götuna í storminum og rigningunni. Hönd pabba var hlý, en drengurinn skalf. Þau komu öll inn í bæ- inn, skutu loku fyrir hurðina og Finna kveikti ljós. Hún leit á drenginn og sagði: Eg held þér sé rétt mátulegt, þó að þú vqrðir innkulsa og fáir lungnabólgu, fyrir alla bölvaða óþægðina og þráann. Skamm- astu nú í bælið með það sama. Systkinin voru sofnuð fyrir löngu, þurr og hlý. Daginn eftir var sama veður, kannske ögn kaldara. Svo birti upp. Heiðríkjan var tær og köld. Fjallatindarnir hvítir. Mýrin hafði gulnað og berin í fjallinu frosið. Ló- urnar flugu í hópum, margar saman. Þeg- ar drengurinn heyrði þær syngja, varð hann svo undarlegur inni fyrir og langaði til að gráta. Þegar hann var einn úti, kom fyrir að hann langaði til að látg vel að einhverju, jörðinni, sem var að blikna, eða álfastein- inum, en þar inni trúði hann, að slægi lif- andi hjarta. Það hugsa allir, að hann sé full-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.