Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Síða 45
N. Kv.
DÁLURINN OG ÞORPIÐ
83
orðinn, grimmur og vondur. Látum þá bara
lifa í þeirri trú.
Haustið kom.
Fénu var smalað af fjöllum og gangna-'
mennirnir gistu í Reykjaseli, átu þar nesti
sitt og supu á ferðapelanum. Finna liitaði
morgunkaffi. Leitarmenn voru kátir, sögðu
sögur og kváðu. Þeir gáfu drengnum líka
að súpa á ferðapelanum. Það var beiskt.
Hann gretti sig í framan, en eftir á hitnaði
honum allt niður í tær. Kaffið, sem Finna
gaf, var svart og þykkt. Það- litaði innan
hollana, reglulegt spádómskaffi.
Drengurinn lærði margar vísur þessa
daga. Það voru mergjaðar vísur. Daginn
eftir kvað hann:
Það er fúlt í flöskunni
fordérfaður andskoti.
Hentu henni oní helvíti,
hana! Taktu við henni.
Hann kvað vísuna tvisvar. Svo var hljótt
um stund, en þá kom Finna í dyrnar og
hvessti á hann augun. Hún var hlaut um
hendurnar og þurrkaði sér á strigasvunt-
unni.
Það er fallegt að heyra til þín núna, sagði
hún.
Hann byrjaði að kveða vísuna í þriðja
sinn. Það var uppreist. Hún elti hann um
haðstofuna og náði honum loks út í horni.
Þar sló hún hann þéttingsfast á vangann.
Eg skal drepa þig, sagði drengurinn.
Hún sló hann aftur. Þú getur farið með
hlót og guðlast einhvers staðar annars stað-
ar en í mínum húsum, sagði hún.
Ég skal alltaf hafa hana yfir og læra all-
ar Ijótustu vísur í heimi og hafa yfir. Ég
skal meira að segja kenna krökkunum þær,
sagði hann.
Hún sló liann enn.
Eg skal.
Hann slapp að þessu sinni, þaut fram
göngin og út, berhöfðaður með kreppta
hnefa og rauðan vanga eftir höggin. Hún sló
hann oftast í höfuðið. Stundum hafði hann
suðu fyrir eyrunum, lengi á eftir. Hann
barðist við ekkann, og af gömlum vana
hljóp hann til fjalls. Eullorðnir menn voru
ekki harðir fyrir að kveða ljótar vísur. Dag-
inn eftir kenndi hann Siggu þessa vísu og
aðra til, engu fallegri. Sigga var ónæm.
Hann margtuggði hverja hendingu og var
þó ekki viss um að hún færi rétt með vís-
Una.
Hún spurði: Er þetta vers?
Nei, þetta er vísa. Heyrirðu ekki hvernig
hún stendur í hljóðstöfum, asninn þinn.
Henni var ómögulegt að muna vísuna
rétta. — Ég er víst áreiðanlega húinn að
segja þér hana ellefu sinnum, sagði hann
ergilegur og svo sló hann hana laust með
flötum lófa. Hún fór óðara að skæla.
Það heyrðist umgangur frammi í bænum.
Ég skil ekki að þú þurfir að öskra svona
af þessu, eins og þú hafir verið drepin, sagði
hann. Það má aldrei koma neitt við þig.
Hann forðaði sér áður en stjúpan kom og
slapp,að þessu sinni við högg. Seinna kenndi
hann Valda báðar vísurnar, og fékk hann til
að lofa því að kveða þær síðar — þegar hún
heyrir til, sagði hann. En þú rennur alltaf,
þegar á hólminn er komið, þú ert svoddan
ræfill, bætti hann við.
Haustið leið. Það var kalt og frostið leit-
aði inn í bæinn. Lauf hjarkarinnar urðu
hleik og heiðlóurnar hurfu á braut, hinn
angurværi söngur þeirra var hljóðnaður.
Það kom ilmur af heitu slátri í hæinn með
frostinu. Börnin hleyttu hrauðmolann sinn
í volgu sláturfloti. Það voru hátíðastundir.
Ærnar komu í bæjarrekstri langt að. Kola