Tjaldbúðin - 01.01.1898, Side 8

Tjaldbúðin - 01.01.1898, Side 8
sameiginleg eign allra ísiendinga í Vesturheimi, og allir gætu því liaft aðgang að. Og var það sam- þykkt í einu hijóði. ÞíV var kosin níu manna nefnd er skyldi hafa á hendi allar framkvæmdir í málinu á þann hátt, er þeir álitu, aðbezt gegndi. Kjörtími nefndarinnar var ákveðinn til næstanýárs” (‘Leifur’ 2. ár, nr. 10). Allmikið var svo rætt og ritað um skólamáiið. Meðal annara rituðu þeir M. Páls-on og S. J. Jóhannesson mjög góða grein um skóla- málið fyrir hönd nefndarinnar í “Leif” 2. ár., nr. 12. En að öðru leyti urðu framkvæmdir litlar í máli þessu. Seinna tók kirkjufjelagíð upp skóia- hugmynd F. B. Anderson's og hefur haldið henni áfram. Sumarið 1884 kom sjera Jón Bjarnason aptur vestur um haf. “Hinn fyrsti lúterski söfnuður í Winnipeg” rjeð hann fyrir prest sinn. Seinna varð svo sjera Jón forseti kirkjufjelagsins og ritstj. “Sameiningarinnar,” eins og kunnugt er. Þegar sjera Hans fiutti á burtu frá íslenzku söfnuðunum í Dakota 188(>, þá kom sjera Fr. J. Bergmann í stað hans. Árið eptir kom sjera Magnús .J. Skaptason frá Islandi, og varð hann prestur í Nýja fslandi snemma í ágúst 1887. í sama mánuði varð Niels Steingrímur Þorláksson prestur íslendinga í Minne- sota. I f'ebrúar 181)0 varð jeg prestur Islendinga í Argyle-nýlendunni.—Þannig fengu fiestar aðai-ný" lendur íslendinga sttiðuga prestsþjónustu srnátt og smátt. Og varð það auðvitað til þess, að nýtt líf færðist í kirkjumál þeirra. Allmildar breytingar

x

Tjaldbúðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.