Tjaldbúðin - 01.01.1898, Qupperneq 12
—10—
að jcg sagði Argyle-söfnuðura upp prestsþjónustu
niinni og tók köllun safnaðarins í Winnipeg, er
tekin fram í brjefi mínu til Argyle-safnaða, sem
p entað er í “Heimskringlu” 14. febrúar 1890.
Sumarið 1893 var sjera Jón mjög þungt hald-
inn, oghjelt jeg því einn uppi allri prestsþjónustu í
söfnuðinum um alllangan tíma. En fyrsta m&nuð
ársins 1894 fór heilsa sjera Jóns f'yrir alvöru að
styrkjast, og varð hann smátt og smátt fær um að
takast á hendur fulla prestsþiónustu. Þá kom upp
óánægja í söfnuðinum, einkum í suðurhluta bæjar-
ins. Menn hættu að sækja kirkju og láta af hendi
sín venjulegu safnaðargjöld. 0g einstaka maður
sagði sig úr söfnuði. Þessi óánægja fór í vöxt eftir
því, sem lengur leið. Til þess að ráða bót á þessu,
fór Jón Blöndal og jeg til þess manns, er talinn
var aðalleiðtogi óánægðu mannanna í suðurhluta
bæjarins. Iíann tók okkur mjög vel, og töluðum
vjer um málið fram og aptur. Oss kom öllum sam-
an um, að jeg yrði að fara að halda guðsþjónustur
í suðurhluta bæjarins. Það væri eina ráðið til að
bæta úr óánægju þessari. Jeg fór því að halda
guðsþjónustur í gamla Mulvey skóla (Old Mulvey
Scliool). Fyrsta guðsþjónusta mín þar var á upp-
stigningardag 3. maí 1894. Þótt skólahús þetta
liggi alllangt frá meginstöðvum Islendinga lijer í
bænum, þá urðu þó guðsþjónustur þessar brátt vel
sóttar. 10. júní 1894 myndaði jeg þar sunnu-
dagsskóla, er brátt varð mjög blómlegur. Hall-
dór Ilalldórsson, sem það ár hafði verið kosinn