Tjaldbúðin - 01.01.1898, Qupperneq 13

Tjaldbúðin - 01.01.1898, Qupperneq 13
—11— fulltrúi norðursafnaðarins,* stýrði fjársamskotunum við guðsþjónusturnar. Þau gengu, ásamt öllum safnaðargjöldum þeirra manna, er sóttu þessar guðsþjónustur, til norðursafnaðarins. Þetta var efililegt og sjálfsagt, þar sem norðursöfnuðurinn borgaði leigu fyrir skólahúsið og mjer laun mín. Brátt fóru þeir menn, sem sóttu guðsþjónust- urnar í gamla Mulvey skóla, að liugsa um að mynda sjerstakan söfnuð, með því skilyrði, að jeg vildi verða prestur safnaðarins. Án þess var alveg ómögulegt að mvnda sötnuð. Jeg gaf að eins litla von um, að jeg mundi verða prestur safnaðarins. I þessari von tóku menn að vinna að safnaðarmynd- un. Og meðal þeirra manna vil jeg sjerstaklega nefna Olaf Olafsson. Hann vann með stalcri alúð, áhuga og dugnaði í máli þessu. Brátt tók jeg eftir því, að leiðandi menn í norðursöfnuðinum voru á móti því, að nýr, sjerstakur söfnuður mynd- aðist í suðurhluta bæjarins. Þeir liöfðu enga trú á því, að söfnuður þar gæti lifað eða jafnvel komizt á fót. Og þeim lá heldur kalt orð til þeirra manna, sem voru að vinna að safnaðarmynduninni. Vegna þessa dróst safnaðarmyndunin alllengi. Loks var samþykkt á safnaðarfundi norðursafnaðarins 9. ág. 1894 ep'tirfylgjandi fundarályktun : “Með því að nokkrir safnaðariimir í suðurhluta bæjarins óska þess, að söfnuðurinn láni þeim sjera Hafstein Pjet- *) Upp frá þessu kalla jeg hinn ‘‘Fyrsta lúterska söfnuð í Winnipes” norðursöfnuð.

x

Tjaldbúðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.