Tjaldbúðin - 01.01.1898, Side 14
—12—
ursson til þess að mynda nýjan íslenzkan söfnuð í
Suður-Winnipeg, þá iýsir fundurinn því viir með
ánægju, að hann í nafni safnaðarins sje samþykkur
þessu. Ennfremur felur fundurinn sjera Hafsteini
Pjeturssyni að taka að sjer þetta mál.” Við um-
ræðurnar um þetta mál kom það greinilega x ljós,
að norðursöfnuðurinn vildi ekkert hafa að gjöra við
þessa safnaðarmyndun. Leiðandi menn safnað-
arins vildu að eins “lána” mig “til að myndasöfn-
uð.” Og þeir töluðu mjög eindregið á móti
orðunum: “Ennfremur felur fundurinn sjera Haf-
steini Pjeturssyni að taka að sjer þetta mál.” Þeir
vildu orða það þannig : Ennfremur 1 e y f i r fund-
urinn sjera Hafsteini Pjeturssyni að taka að sjer
þetta mál. Það var gjört til þess, að norðursöfnuð-
urinn hefði engan vanda af þessari safnaðarmynd-
un. Jeg sagðist auðvitað sem prestur norðursafn-
að'xrins eigi geta tekið að mjer málið, ef söfnuður-
inn vildi eigi “fela” mjer það á hendur. Og vegna
þess varð að samþykkja fundarályktunina, eins og
hún er orðuð í “Lögbergi” 11. ágíist 181)4.
Samkvæmt fundarályktun þessari kallaði jeg
til almenns fundar með fundarboði í “Lögbergi”
29. ág. 1894. Fundur þessi var svo haldinn í sam-
komusal Guðm. Johnsons (North-West Hall)
laugardaginn 1. sept. 1894. Þeir menn, sem mest
höfðu gengizt f'yrir safnaðarmynduninni, sögðu
mjer rjett fyrir fundinn, að eigi væri til neins
fyrir mig að reyna að mynda söfnuð, er ætti
að standa í íslenzka kirkjufjelaginu. Það væri eigi