Tjaldbúðin - 01.01.1898, Page 22
■20-
um, og í kirkjufjelagið mundi hann eigi ganga að
svo stöddu. Um þetta mlíl töluðum vjer dálitla
stund. Jeg vildi eigi yfirgefa Tjaldbfiðarsöfnuð,
en jeg lofaði þeim að leggja þetta “inngöngumál”
fyrir söfnuðinn.
Undir eins eptir samtal þetta fór jeg á fund
eins framkvæmdarmesta manns Tjaldbúðarsafnaðar
og sagði honum alla málavexti.
Var svo kallað til fundar í Tjaldbúðinni til að
ræða um “inngöngumálið” 7. febr. 1895. Forseta
kirkjufelagsins og norðursöfnuðinum var “boðið
að vera viðstöddum á fundi þessum”. S. Þórðar-
son, forseti Tjaldbúðarsafnaðar, stýrði fundinum.
Hann gjörði það snildarlega, enda er hann ein-
hver bezti fundarstjóri af íslenzkum leikmönnum
hjer vestan hafs. Fundur þessi fór í alla staði á-
gætlega fram. Jeg lagði „inngöngumálið” fyrir
fundinn. Síðan las jeg upp grundvallarlög lcirkju-
fjelagsins og ráðlagði söfnuðinum að ganga í fje-
lagið. Forseta kirkjufjelagsins, fulltrúum norður-
safnaðarins og W. H. Paulson var gefið málfrelsi 4
fundinum. Svo var borin upp tillaga um að
ganga í kirkjufjelagið. Um þessa tillögu urðu
nokkrar umræður. Forseti kirkjufjelagsins og W.
H. Paulson hjeldu langar ræður með henni. Til-
lagan var svo felld með öllum atkvæðum gegn 7.
1. marz 1895 hjelt norðursöfnuðurinn fund til þess
meðal annars að minnast á “þá ákvörðun, sera
Tjaldbúðarsöfnuður gjörði um að standa í'yrir utan
ísl. lút. kirkjufjelagið”. Hvorki presti eða neinum