Tjaldbúðin - 01.01.1898, Side 34
—32—
Tjaldbúðin er lög'gild eptir lögum um land-
eignir kirkna í Manitoba. J. Pálsson gekkst fyrir
því, að fá hana þannig löggilda undir nafni 5 full-
trúa, og gildir kosr.ing þeirra æíilangt: J. Páls-
son, Ó. Ólafsson, H. Halldórsson, G. Jónsson og K.
Jónsson. Allmikil “byggingarskuld” hvilir á
Tjaldbúðinni. Hún er veðsett lánsfjelagi einu
hjer í bænum fyrir meiri hluta þeirrar skuldar.
Ábyrgðarmenn (bondsmen) fyrir því láni eru:
H. Halldórsson, J. Sigfússon, Ó. Ólafsson, Jón
Jónsson, Jón Árnason, J. Pálsson, H. Pjetursson, S.
Þórðarson, S. Pálsson, G. Jónsson, IJ. Hjálmarsson
og S. Hermannsson.
Tjaldbúðinni hefur verið álasað fvrir það, að
það væri ofmargar guðsþjónustugjörðir og sam-
komur í lienni. Það væru stundum samkomur I
henni á hverjum einasta degi vikunnar. Jeg ætla
því að skipta yfirlitinu yfir aðalstarf.-emi safnaðar-
ins niður á daga vikunnar, og þess vegna netni jeg
kafla þennan : “Ein vika í Tjaldbúðinni.”
SUNNUDAGUR.
Það eru haldnar tvær messur á hverjum sunnu-
degi í Tjaldbúðinni, kl. 11 f. h. og kl. 7 e. h. Auk
þess er messað aðra venjulega helgidaga lútersku
kirkjunnar. Það eru því um 112 messur í Tjald-
búðinni á ári. Þegar hjer eru taldar með bænar-
samkomur, sem seinna verða nefndar, þá eru haldn-
ar um 104 guðræknis samkomur í Tjaldbúðinni á ári.