Tjaldbúðin - 01.01.1898, Page 39

Tjaldbúðin - 01.01.1898, Page 39
—37— fyrstur manna vakti míils íi og gekkst fyrir mynd- un þess, G. Jdnsson, H. Ilalldórsson, J. Gottskálks- son og Vigfús Þorvaldsson. Fjelag þetta er aðal- lega kappræðufjelag, en styrkir Tjaldbúðarsöfnuð með peningatillögum. Á fyrstaári sínu (1897) gaf það Tjaldbúðinni $40. Bræðrabandið hefur góða tölumenn, t. d. S. Þórðarson. Forsetar þess hafa hingað til verið á víxl: G. Jónsson og K. Ásgeir. MIÐVIKUDAGUR. Á námsárum mínum í Kaupmannahöfn kynnt- ist jeg allmikið guðræknis-samkomum,sem lúterska kirkjan þar lætur halda á virlcum dögum. Og jeg ásetti mjer þegar þá, að reyna að koma slíkum sam- komum á hjá þjóð minni, þegar jeg væri orðinn prestur. Meðan jeg var prestur kirkjufjelagsins, sá jeg mjer eigi fært að reyna að koma slíkum sam- komum á fót. En þegar Tjaldbúðarsöfnuður mynd- aðist, þá kom jeg þeim á, og hafa þær venjulega vorið haldnar hvert miðvikudagskvöld í Tjaldbúð- inni. Þessar samkomur eru undir umsjón prests- ins, djáknanna og Kr. Jónssonar, orgelleikara. Þessar samkomur hafa venjulega verið bæna- samkomur (Prayer meetings), en um föstuna hafa Rassíusáimarnir verið sungnir og píslarsaga Jesú Krists lesin og útskírð. Það yrði oiiangt mál að lýsa hjer samkomum þessum, enda er þetta litla rit að eins skýrsla um Tjaldbúðarsöfnuð í mjög stuttu ágripi. Bænarsamkomur hafa mestu þýðingu.

x

Tjaldbúðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.