Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Page 9

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Page 9
ÚTG. SJÓMAN N ADAGSRÁÐIÐ REYKJAVÍK - 6. JÚNÍ 1938 Sjómannadagurinn. Sjómannadagurinn er í dag. Dagurinn, sem ís- lenzku sjómennirnir hafa bundizt samtökum um að helga sér og halda hátíðlegan í því tilefni. Á þessum degi munu allir íslenzkir sjómenn, eða fulltrúar þeirra, mætast sameinaðir til að vekja þjóðina til meðvitundar um starfssvið sjómann- anna og lífskjör þeirra og gildi í þjóðfélaginu. Sjómannadagurinn hlýtur, hvað snertir ís- lenzka sjómenn, að teljast merkasti viðburður ársins; tímamót, sem marka ný viðhorf og veita nýjum straumum og fjörgandi áhrifum, ekki einungis í þau félög, sem að deginum standa, heldur og líka í þjóðlífið sjálft, og mun vonandi verða upphafið að því, að áhrifa sjómannanna gæti meira í íslenzku þjóðlífi hér eftir en hing- að til. Því verður ekki á móti mælt, að afkoma og velmegun þjóðarinnar byggist að mestu leyti á sjómannastéttinni. Þau verðmæti, sem sjó- mennskan, fiskveiðarnar og siglingarnar, færa þjóðarbúinu, eru hlutfallslega svo mikil, borið saman við annan atvinnurekstur, að án þeirra gætum við tæplega lifað neinu menningarlífi í landinu, og iðnaður og bæjalíf myndi illa þríf- ast. — Þegar litið er á þann skerf, sem sjómennirn- ir með striti sínu og áhættu hafa lagt til lands- ins heilla' en hins vegar á það, hve lítið hefir verið fyrir þá gert, þá er ekki hægt að segja að sjómennirnir hafi fengið þann sess, sem þeim ber, eða hlotnast sú viðurkenning, sem þeir eiga skilið. IJr þessu vilja sjómennirnir fá bætt, þeir vilja ekki vera neinar hornrekur meðal lands- manna. Að sumu leyti er sökin sjómannanna sjálfra, þeir hafa ekki verið nógu vakandi fyrir sinni eigin velferð og áhrifum í þjóðfélaginu. Sjó- mennirnir hafa allt til þessa verið sundraðir og ekki nægilega á verði, þegar um velferð þeirra hefir verið að ræða, eða tækifæri til að vekja eftirtekt á óskum sínum og þörfum. Samtök sjómanna og kröfur í sambandi við sjómannadaginn verða ekki öðru vísi en svo, að allir eiga hægt með að sameinast um þær, hvar í flokki sem þeir standa. Samvinnan um sjómannadag er að því leyti sérstaklega athygl- isverð, að allar greinar sjómannastéttarinnar undantekningarlaust taka höndum saman til að gera sjómannadaginn sem hátíðlegastan, og til að vinna að menningarlegum umbótamálum stéttarinnar, án þess að taka minnsta tillit til frábrugðinna skoðana á öðrum sviðum. Sjómennirnir óska einskis fremur en að búa í sátt og samlyndi við aðra landa sína, og þeir munu alltaf, eins og hingað til, vera allra manna fúsastir til samvinnu um framgang góðra mál- efna og heppilega lausn vandamála. En sú stétt, sem er raunverulega stoð þjóðfélagsins, og sem

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.