Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Qupperneq 12

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Qupperneq 12
4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Húshaldsfólkið" Þegar almennt er um sjómenn talað, þá mun sjaldnast vera reiknað með matsveinum og veitingaþjónum eða öðru hjálparfólki við „hús- haldið“ sem slíkt — og má vel vera að það hafi fullan rétt á sér — og skal ég þó ekki kveða upp neinn dóm um það, en það var reynsla mín og mun vera svo með fleiri, er siglt hafa og unnið við ,,húshaldið“, að þeir hafi fremur fundið að þeir væru reiknaðir sem liðléttingar, og dæmi munu finnast fyrir því að þeir hafi fengið að heyra að þeir væru eitthvað „annað fólk“. Þetta og annað því líkt hefir sem oftast aðeins verið á yfirborðinu og þegar á hefir reynt hefir þetta ekki gengið út yfir neinn svo orð sé á gerandi, en hins vegar eru að- stæður þess fólks, sem vinnur við ,,húshaldið“, svo gjörólíkar annara þeirra, sem á skipum vinna, að það undrar engan þótt fullkomin skelfing verði, en að hún verði fjandsamleg eða kuldaleg er allótítt og fer þverrandi. Þetta verð- ur ofur skiljanlegt þegar þess er gætt að frá alda öðli hefir það þótt fremur við kvenna hæfi að sýsla við matinn og ganga um beina, og sann- leikurinn er sá, að hvarvetna þykja þau verk létt og letileg — og verður þar við að sitja. Á matsveinum og veitingaþjónum meðal hinn- ar harðgerðu og glæsilegu sjómannastéttar Is- lands ber lítið sem ekkert fyrr en talsvert eftir síðustu aldamót, að landsmenn eignuðust eim- knúin fiski- og verzlunarskip. Á seglskipatíma- bihnu var aðeins um matsvein að ræða og voru það sem oftast vel liðtækir menn en ef til vill ekki alltaf fullkomlega harðgerðir og oft heyrði ég sem unglingur frásagnir og hálf ertnar skop- sögur um einstaka matsveina, og það komst þegar inn í hug minn að þeir væru ekki eins miklir sjómenn og aðrir, en nauðsynlegir þó og starfa sínum vaxnir, enda mun það hafa verið svo að þeir hafi átt sér færi og dregið fisk úr sjó í hjáverkum. Á þeim tímum er sjósókn var öll á opnum bát- um, þekktust ekki matsveinar, — þá höfðu menn skamtinn með sér. Ég minnist þess, er menn bjuggu sig út í ,,verið“ að mikið fluttu þeir með sér af matarforða, og góðan mat að mér fannst, í þá daga — og ekki skal því gleymt að tómhentir komu þeir ekki aftur og hrein- asta sælgæti var oft og tíðum ,,trosið“, sem þeir komu með heim, að lokinni vertíð. En sú tíð er nú liðin hjá og nú heyrir maður ekki talað um ,,tros“, að minnsta kosti ekki sem sælgæti. Þegar svo botnvörpungarnir komu til sög- unnar fyrir alvöru er raunverulega lagður grundvöllur að þeirri stétt manna, sem nú fylkir sér undir merki M. V. F. I. — þótt hún megi nú heita því sem næst tvískipt, en það liggur í því að allflestir togaramatsveinar eru í sjómanna- félagi Reykjavíkur, sem fyrst og fremst er eldra félag og gerir það ekki sömu kröfur til kunnáttu matsveina og M. V. F. í. — en að öðru leyti er sjómannafélagið ágætis félag og til fyrirmyndar, og það er mín persónulega skoðun að fjárhagslega séð, þá sé matsvein- unum betur borgið í Sjómannafélaginu heldur en í M. V. F. I., en það er mál, sem ekki verður rætt í dag. En það er fyrst með Eimskipafélagsskipunum að íslendingar fara að vinna við frammistöðu á skipum, því á meðan útlendingar voru hér ein- ráðir um siglingar á milli landa voru að sjálf- sögðu skipshafnirnar útlendar, þó má svo vel vera að undantekningar hafi fundist, og einnig var það svo á fyrstu árum Eimskip, að það voru útlendingar, sem nær því eingöngu unnu við ,,húshaldið“ og stafaði það aðeins af því að íslenzkir menn með næga kunnáttu voru ekki til. Það verður því ofur skiljanlegt, þó að lítið hafi borið á matsveinum og veitingaþjónum, og að lítið láti þeir til sín taka ennþá, meðal hinn- ar mannmörgu íslenzku sjómannastéttar. — En mér er nær að halda, að öllum sjómönnum sé það gleðiefni að landar þeirra hafa nú hafist handa og eflt svo faglega kunnáttu sína, að útlendingar eru nú engir á skipunum svo telj- andi sé, og að þeir séu reiðubúnir til þess að viðurkenna ,,húshaldsmennina“ sem góða og gilda sjómenn, er hafi sín sjálfsögðu hlutverk að leysa á skipunum. Ég er einn af þeim mörgu, sem hefi aðdáun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.