Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Síða 17
SJÖMANNADACSBLAÐIÐ
5
og virðingu fyrir sjómannastéttinni, án þess þó
að gera mér grein fyrir því volduga starfi og
hlutverki sem hún innir af hendi fyrir hina
íslenzku þjóð sem heild.
Aðdáun mín er þó ekki neinir draumórar, þótt
ég sé hugfanginn af hafinu jafnt sem innfirð-
inum, því ég hefi átt því láni að fagna að vera
virkur þátttakandi á sjónum — þó skamma
stund hafi verið — og á þeim tíma lærði ég
meðal margs annars það, að sú aðdáun, sem
býr í brjósti hvers útþráarfulls æskumanns, er
ekki einhlít og á lítið skylt við þá ómótstæði-
legu þrá, sem dregur hug og hjörtu sjómann-
anna út á djúpið — og á þeim tíma lærði ég
meðal annars það, að með reynslunni skapast
sú varanlega og rétta aðdáun og virðing fyrir
ekki einasta lífi og heilsu sjómannanna, heldur
og einnig allri afkomu þeirra, sem vissulega
ætti að vera svo sterk og vakandi í meðvitund
þjóðarinnar, að þessi fyrsti sjómannadagur
verði í dag og í allri framtíð sannkallaður gleð-
innar dagur — og jafnframt sé hann þrunginn
skilningi og vinsemd.
Velkominn sé þessi hinn fyrsti sjómannadag-
ur, því hann á að auka samstarf og skilning á
milli hinna mörgu atvinnustétta þjóðarinnar.
Okkur matsveinum og veitingaþjónum og
öllum þeim, er innan okkar verkahrings starfa,
er það fullkomlega ljóst, að við erum aðeins ör-
lítið brot af þeirri voldugu stærð, sem í dag
fyrst og fremst setur sinn svip á hina ungu
höfuðborg lands okkar, en við erum glaðir við
að vera þeim samferða — og þótt við séum ef
til vill ekki sjómenn í þess orðs beztu merk-
ingu, þá vitum við það, að hverri köllun fylg-
ir sú ábyrgð sem hverjum manni er sómi að
rækja vel. —
Sjómannadeginum er ætlað það hlutverk, að
vera sameiginlegur frí- og gleðidagur sjómann-
anna og viðurkenndur sem slíkur af allri þjóð-
inni, og honum er ætlað að vekja skilning þjóð-
arinnar á störfum og lífi sjómannanna.
Og við vitum það einnig, að Sjómannadegin-
um er ætlað annað hlutverk háleitara og við-
kvæmara, hann er einnig helgaður minningu
þeirra mörgu mannslífa, sem hafið hefir krafizt
og fengið. —
SammiabiK áþuajn.
Á feðranna vísu er nú stigið á stokk
og stórvirki er þörf á að vinna.
Hún blundar hér orkan í framgjörnum flokk
á frumskeiði vordrauma sinna.
Frá iðandi straumhvörfum stefnan var sett
til starfsins, er beið vor svo lengi.
Af framtíðarvonunum leikið er létt
á lágróma gullhörpustrengi.
Um stefnumál sérhvert til starfs er oss dró
með stálvilja sameinumst, bræður,
í einróma kröfum um öryggi á sjó
býr aflið, er framkvæmdum ræður.
Vér látum ei skelfa oss hinn löðrandi sæ
— hann lamar ei starfsþrekið djarfa,
sem elur og þroskar hin fegurstu fræ
á frumgróðri dáðríkra starfa.
Sú stétt á sér fegurri framtíðarsvið
— það fylgja henni vorboðar hlýir —
er djarfhuga starfsþrótt, með dauðann við hlið,
til drenglyndrar þjónustu vígir.
Já, heill sé þér, heill sé þér hugprúða stétt
þá harmleiki þarf ekki að greina,
er tryggðu þér arfgengan tilverurétt
með trúmennsku dáðríkra sveina.
Sé nútíðarbaráttan hugsjónum háð,
í hyllingum markið vér sjáum,
því framtíðin hvílir á feðranna dáð
og flest það, er heitast vér þráum.
Fr. Halldórsson.
Það er eins og hugur minn nemi staðar, er
ég minnist hinnar votu grafar sjómannsins.
Sig. Gröndal.