Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Page 19

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Page 19
S.JÖMANNADAGSBLAÐIÐ 7 öðrum í trúnaði um verustað og aflabrögð, og hvernig þeir haga sér við veiðina. Það er oft, að fiskimagnið er svo lítið á hverjum stað, að það þolir aðeins fá skip í einu að veiðum, og það er oft að hver skipstjóri hefir sína eigin veiðiaðferð og sérstöku mið. Þess vegna kjósa þeir að tala saman á dulmáli, sem þeir einir skilja. Og það hefir ekkert dregið úr dulmáls- notkuninni, þótt hið opinbera heimti nú afrit af öllum dulmálslyklum. Það er því fjarstæða að halda að dulmálið hafi orðið til vegna varð- skipanna, eins og almenningur heldur, enda hef- ir mestöll togaraveiði Islendinga farið fram á djúpmiðum, langt undan landi. Öll atvinnubarátta við fiskveiðar er harðsótt og fiskimennirnir búa við mikið harðrétti, sér- staklega íslenzku fiskimennirnir, af því að þeir eru ósérhlífnastir og kapp þeirra mest. Háset- arnir á togurunum hafa það oft erfitt, í bull- andi ágjöfum og stundum grimmdar frosti verða þeir að liggja í að bæta vörpuna, jafn- vel 16 tíma samfleytt, án þess að þeim gefist tími til að rétta úr bakinu, nema rétt á meðan þeir borða. Það var því ekki að furða, þótt þeir til að byrja með öfunduðu loftskeytamennina, þar sem þeir strituðust við að sitja í upphituðum klefum og þurftu ekki nema ,,pikka“ eitthvað út í loftið, eins og þeir orðuðu það. En til sjós þarf enginn annan að öfunda. Það er eins og máltækið segir: Þar eru allir í einum bát. Og hásetarnir komust fljótt að því, að loftskeyta- mennirnir voru ekki öfundsverðir, að upphit- uðu klefarnir þeirra voru í mörgum tilfellum heilsuspillandi, af loftleysi eða eitruðu sýrulofti. Loftskeytamennirnir hafa líka sinar erfiðu stundir, því að það er oft enginn leikur, að halda uppi erfiðum samböndum yfir miklar fjarlægðir, en það er stolt loftskeytamannsins, að viðhalda alltaf sambandinu við þær stöðvar, sem hann á að skipta við, jafnvel þótt allt sé vitlaust í truflunum, og þúsundir mílna skilji á milli. Þegar loftskeytamennirnir halda hlustvörð, sem þeir kalla svo, þá gera þeir það á 600 metrum. Þetta bylgjusvæði vantar á flest út- varpstæki, það er því flestum útvarpsnotendum að mestu ókunnugt. En fyrir þann, sem hlustar á þeirri öldulengd, er það einna líkast því, sem hann sé kominn í fuglabjarg. Hundruð skipa- stöðva og landstöðva garga þar hver í kapp við aðra, og reyna þannig að brjóta sér leið í loftinu, og sá hefir það oftast, sem er óbilgjarn- astur og hefir sterkustu stöðina. Þarna hafa allir sama réttinn, hvort sem það er Queen Mary eða íslenzki botnvörpungurinn. Tvisvar á hverjum klukkutíma, þrjár mínútur í einu, þagnar svo þessi kliður, svo jafnvel dett- ur á dúnalogn. Þessi þagnabil, sem svo eru kölluð, eru til öryggis þeim skipum, sem þurfa á hjálp að halda, svo köll þeirra deyi ekki út í truflunum. Á þessum mínútum mega engin skip senda, önnur en þau, sem stödd eru í háska. Hver sá, sem út af brýtur, er sekur við alþjóðalög, og allsstaðar eru eyru, tilbúin til að notera söku- dólginn og kæra hann. En fæstir vilja verða til að brjóta þessar reglur, sem skilja þýðingu þeirra. Neyðarkallið SOS á að ganga fyrir öllum öðrum sendingum. Ég gleymi aldrei fyrsta íslenzka neyðarkall- inu, sem ég heyrði. Síðan eru liðin um 10 ár. Við vorum nokkur skip að Ijúka við síðasta sambandstímann. Veðrið var hvorki gott né slæmt, þar sem við vorum, þegar miðað er við veðrið eins og það getur verið bezt og verst, en þó nægilega slæmt til að gera lífið á sjónum hálf ömurlegt, með skörpum hryðjum öðru hvoru. Við vorum að hífa inn vörpuna, ég heyrði skipstjórann gefa fyrirskipanir sínar í köldum og ákveðnum tón. Það skarkaði í spilinu, skip- ið skalf undan átökunum. Þegar það kom flatt fyrir vindinn, fann ég kaldann næðinginn koma inn um gluggann, um leið lagðist skipið á síð- una og deif öldustokknum í kaf, og þilfarið fylltist af sjó, sletta af sjó kom inn um kýr- augað og framan í mig. Ég þreif af mér heyrn- artólið, og ætlaði að fara að loka fyrir mót- tökutækið, og þá kom það — neyðarkallið. Með styrkri hendi voru morsmerkin send út í ljósvakann, merkin urðu að stöfum og staf- irnir að orðum. Islenzkur togari er strandaður á einum hættulegasta útskaganum um 40 sjó-

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.