Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Side 28

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Side 28
12 SJÖMANNADAGSBLAÐIÐ Farmennskan og fornar dyggðir. Farmennskan og landnámið er, ef svo mætti orða það, hvort öðru jafn gamalt hér. Land- námsmennirnir voru margir hverjir sægarpar, kunnu góð skil á því að sigla skipum, sem þá voru mjög lítil, samanborið við þær stærðir, sem nú eru algengastar til millilandasiglinga. Það gefur auga leið, að farmennskan hefir ver- ið all-erfið til forná, með þeim tækjum, er sög- ur greina, er auðsætt að þá hefir mikið þurft að byggja á eftirtökusemi, bæði hvað snertir gang himintungla, veðurhorfur og annað, er gat haft áhrif á ferð skipanna. Þetta er því auðsærra, er þess er gætt, hve skipin voru lítil og vanbúin af tækjum til athugana að því er við nú mundum telja. Okkur, sem hfum á hinni miklu vélaöld, er það sannarlega holt, að rifja upp ýmislegt af því, sem okkur er tjáð að átt hafi sér stað við- víkjandi farmennsku fyrir hundruðum ára — ekki til þess að innleiða allt eins og það var þá, heldur til þess að athuga, hvað hagnýta mætti af því, miðað við þá tíma, er við nú lif- um á. Margur kann að hugsa sem svo, að fátt muni það vera, sem hagnýtt mætti teljast nú, og svo kann það að virðast. En ef að er gáð, mun annað reynast. Það er einkum þrennt, sem sögur greina, er mér finnst að eigi erindi til okkar, og má segja um eitt af því að nýi tíminn hafi þegar tileink- að sér það, en það er lag skipanna. Ef menn athuga lag nýjustu skipanna og bera það saman við það lag, sem sjá má af mynd- um og líkönum frá fyrri tímum, lag, sem segja má að hafi að verulegu leyti haldizt á opnu skipunum okkar fram á þennan dag, sýnir það sig, að hin stærri og nýrri skip, sem nú eru byggð, að ógleymdum togurunum, eru með hverju ári sem líður að verða líkari í lögun því sem tíðkaðist til forna. Þetta er vafalaust eng- in tilviljun, heldur arangur af stöðugri leit mannanna eftir því bezta, sem stundum endar með því, að gamalt og gott reynist bezt, þó það hafi um tíma orðið að þoka fyrir öðru nýrra. Þá er annað, sem ég vildi drepa á, af því að mér finnst að það eigi erindi til okkar og skipta miklu máli. Það er útbúnaður allur áður látið er úr höfn. Af frásögnum um ferðir far- seglskipunum og 1906 gera nokkrir áhugasam- ir menn í Reykjavík, félagsskap með sér og kaupa nýjan togara, ,,Jón forseta“. Smátt og smátt fjölgaði þeim, þar var vistin betri og arðmeiri og örðugra varð að fá menn á kútter- ana og endalokin urðu, að flestir þeirra voru seldir, sumir rifnir og má svo heita að vart munu þeir hafa sézt hér, eftir 1920. Þeir hurfu og með þeim partur úr þjóðfélaginu, sem nú að mestu er horfinn; það eru handfæra-fiski- mennirnir og yfirmenn skipanna, sem ekki höfðu annað en segl til að fara leiðar sinnar á. Það var sérstakur hópur manna, og munu þeir kann- ast við það, sem enn eru á lífi og hafa verið á skipum með þeim. Ekki má búast við, að skrifað verði í þetta blað frá öðrum fjórðungum landsins og eiga þessi fáu orð við Suðurland eitt, en alhr verð- um við að vera á sama máli um, að hvarvetna á landinu, með sjó fram, hafi verið þeir formenn á skútum og opnum skipum og þær skipshafnir, sem gáfu þau fordæmi þreks og fyrirhyggju á sjóferðum, sem kynslóð eftir kynslóð fór eftir, þangað til að vélarnar komu í skipin. Þá þurfti ekki lengur á þrekinu að halda við árina í barn- ingi, eða fyrirhyggju við seglin, þegar ekki tommaði lengur og lagt var í „ k r u s “, ef ske kynni að landi yrði náð með þeirri aðferð. Við skulum ekki gleyma gömlu görpunum, heldur þakka þeim fyrir dæmi þau, sem þeir hafa gefið okkur, og muna það að þeir, hver á sínu sviði, hafa unnið afreksverk, í þjónustu síns lands. Sveinbjörn Egilson.

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.