Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Síða 33

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Síða 33
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13 manna til forna er þess jafnan getið, að er þeir voru albúnir Iétu þeir í haf. Á þetta vafalaust við, er þeir höfðu lokið erindum sínum í landi, en vafalaust þó miklu fremur er þeir höfðu albúið skip sitt undir hina löngu og oft á tíð- um ströngu för. Það er líka skiljanlegt, að eng- inn hálfbúnaður dugði. Má vafalaust þakka það, hve giftusamlega tókst um ferðir þessara htlu skelja milli landa, að allur útbúnaður hefir ver- ið vandaður að þeirrar tíðar sið og ekki lagt upp fyrr en albúið var. Nú eru skipin okkar orðin stærri og betur búin um flesta hluti, en mundi okkur ekki þarft að hafa það hugfastara en nú er, að vera held- ur stundinni eða deginum lengur í höfn og leggja þaðan albúnir, heldur en treysta á guð og lukkuna um að þetta og hitt slarki og hægt sé að albúa eftir að farið er úr höfn. Á það þó alveg sérstaklega við um að ganga vel frá lestaropum áður farið er, þegar allra veðra er von. Kem ég þá að hinu þriðja. Oft er þess getið áður fyrr, að farmenn þóttu góðir gestir og voru virtir vel. Dvöldu þeir að jafnaði, ef eigi áttu þeir fast heimili, vetrarlangt hjá mætustu mönnum og var vel við þá gert. Þóttu þeir vondir menn og nutu hvorki vinsælda né virð- inga, er létu sér farast illa við farmenn. Þetta var og er ofur skiljanlegt. Líf fólksins, sem landið byggði, byggðist mikið á ferðum far- manna. Þó gæði landsins væru mikil, þá þurfti margt að sækja að, til þess að geta hagnýtt þau. Vil ég að lokum enda þessar línur með þeirri ósk, að okkur, sem í landi lifum, megi auðnast að láta okkur farast vel við sjómennina okkar, farmenn jafnt sem fiskimenn. Er okkur gott að hafa það hugfast, að þeim og okkur sjálf- um er það bezt, að vel sé við þá gejrt, og að þeir í því sem öðru láti altúnir úr höfn. Þá getum við vænst áframhaldandi góðs árangurs af starfi þeirra, en á því hvíiir að mestu vel- megun okkar flestra, er þetta land byggjum. Jón Axel Pétursson. Minningardagur sjómanna. Sjómannadagurinn er í mínum augum fyrst og fremst minningardagur drukknaðra sjó- manna, á að vekja til meðvitundar hvílíka fórn sjómannastéttin fyrst og fremst hefir orðið að fórna í starfi sínu í baráttunni við Ægi, og um leið þjóðarheildina til baráttu fyrir bættu ör- yggi til handa þessum stríðshetjum sínum. — Þegar maður fer að íhuga allan þann f jölda sjó- manna, sem farið hafa frá heimilum sínum, kát- ir og hressir í anda, og með hugann fullan af áhuga fyrir starfi sínu og til að sækja björg í bú, en því miður ekki komið aftur, nema liðnir, og oft óþekkjanlegir, þá fyllist maður undrun yfir þeirri vanrækslu, og því áhugaleysi sem ríkt hefir meðal þjóðarinnar, um að halda þess- um stríðshetjum þjóðarinnar minningardag, sem vissulega á jafnmikinn, ef ekki meiri rétt á sér, en til dæmis minningardagur óþekkta hermannsins, hjá erlendum þjóðum. Stríðsmað- ur okkar fslendinga er eins og við vitum, sjó- maðurinn sem sækir gull í greipar Ægis, en sem því miður svo oft, hefir orðið svo afdrifaríkt, að stór hópur þeirra, á okkar mælikvarða, hefir látið líf sitt í þeirri báráttu. Ef við nú tökum til samanburðar hermanninn hjá erlendum ríkjum, sem er þeirra stríðsmað- ur, þá held ég að þar sé ólíku saman að jafna, því hermaðurinn er ekki að berjast fyrir tilveru- rétti sínum, eins og sjómaðurinn okkar, heldur er hann sendur út á vígvöllinn í hernaðarbrjál- æði nokkurra morðtólaframleiðenda. Þegar við nú athugum samanburð þessara tveggja stríðs- hetja, og athugum um leið hvað gert hefir verið fyrir þá, þá kemur í ljós að stríðsmaðurinn okk- ar er þar eftirbátur, honum hefir ekki verið helgaður neinn minningardagur, eins og hinum, og er það vægast sagt mikil vanræksla þjóðar- innar, sem beinlínis byggir allan sinn tilverurétt á starfi þessara stríðsmanna. Það er hálf leitt til þess að vita, að þó við nú höfum eignast sjómannadag, þá skuli það

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.