Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 48

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Blaðsíða 48
u Næsta skrefið var það, að Watt fór að smíða vélarnar tvívirkar og með hinu svo nefnda ,,stjörnuhjóli“; er ein þeirra sýnd hér á 1. 1. mynd. Tvívirk eimvél af James Watts gerð með stjömuhjóli, nú geymd í Kensingtonsafninu i London. mynd, en 2. mynd sýnir gegnumskurð af strokknum og eimskiptingunni í slíkri vél. — Nokkuru síðar var svo stjörnuhjólsbúnaðinum breytt í sveifarás og kasthjól. Þessar vélar Strokkur og eimskiptitæki úr tvívirkri eimvél (Watts). komu fyrst á markaðinn árið 1782 og voru að stærð frá 10—50 hestöfl, með 25—16 snúning- um á mínútu. Það má telja víst, að þessar síð- ustu breytingar hafi átt mikinn þátt í því, að gera eimvélina eins almenna og raun varð á, því að upp frá þessu var farið að nota eimvél Watts sem aflvél við flestap greinar iðnaðar- ins, nærri um allan heim. SJÓMANNADAOSSLAfi'tfi Árið 1784 fékk Watt einkaleyfi á því að láta eiminn þenjast út í vinnustrokknum, en þá að- ferð notaði hann eingöngu í dæluvélunum. Hin- ar tvívirku vélar með kasthjólinu lét hann vinna með fullum eimþrýstingi slagið á enda. Það er sagt, að margir af merkustu hugvits- mönnum heimsins hafi oft átt við þröngan kost að búa og var Wattt engin undantekning í þeim efnum, enda voru tilraunir hans og rannsóknir kostnaðarsamar; var hann stundum svo félaus, að hann var að því kominn að leggja árar í bát, en árið 1773 fékk hann í félag með sér einn af mestu iðjuhöldum Englands, að nafni Matthew Boulton, sem átti stórar verksmiðjur, er veittu um 800 manns atvinnu. Boulton kom fljótt auga á, hve eimvélin var heiminum mikils virði, og var því fús á að fórna því fé, sem þurfti, til þess að gera hug- myndir Watts að gangfærum vélum. Hann setti þó það skilyrði fyrir fjárframlögum sínum, að einkaleyfið, sem upphaflega var veitt til 14 ára, yrði framlengt, og Watt tókst árið 1775 fyrir tilstilli vina sinna að fá enska þingið til að framlengja það um 25 ár, eða til ársins 1800. Þar með var hin f járhagslega hlið tryggð. Eins og gefur að skilja, voru erfiðleikarnir við smíði vélanna mjög^miklir, þar sem allar vinnuvélar srniða voru þá svo ófullkomnar, að oft lá við sjálft, að framkvæmdir stöðvuðust á því, að ekki var hægt að smíða hluta vélanna á réttan hátt. Watt gat lítið fengist við þetta, því hann hafði nóg að gera við að undirbúa gerð vélanna og reikna þær út. Þess vegna fékk hann því til leiðar komið árið 1777, að verkfræð- ingurinn William Murdock var ráðinn til verk- smiðjunnar til þess að sjá um smíði vélanna; var þessi maður einstakur dugnaðarmaður á því sviði, að sigrast á þeim teknisku erfiðleikum, sem voru á smíði vélanna og uppsetningu. Það er sagt, að margir ötulir verkfræðingar hafi gert tilraunir til þess, að smíða eimvélar, án þess að brjóta í bága við einkaleyfi Watts, á meðan það var í gildi, t. d. með því að láta eiminn þenjast út í fleiri en einum strokki, en það tókst aldrei, einkum vegna þess, að þeir komust aldrei hjá 2. og 4. lið einkaleyfisins. Þegar einkaleyfistími Watts var útrunninn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.