Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 65
Ingjaldur Jónssoti:
Helgað sjómannadcginum 1983
Þessi orð mín ná til allra er frá upphafi
og fram til þessa dags hafa unnið að
uPpbyggingu Hrafnistu D.A.S. með
eldlegum áhuga.
Hérna traustum stoðum stendur
sterk og vegleg bygging glœst
bar fegrað hafa fagmanns hendur
og hafið í listrœnt formið hœst
um húsið liggja bjartar lendur
lýstar sól mest prýðin fœst.
Hér sést hugvits manna verkið
vítt að örvandi heyra köll
Hrafnistu skýrðu með heilla merki
heilsuverndar og líknar höll
hér skal andinn helgi, sterki
sveima inn um vistrúm öll.
Frá vanda miklum er ei vikið
vístykkur hvergiþrýtur ráð
með hertum vilja halda strikið
á hugann þrýstir nauðsyn bráð
margir bíða með bilað þrekið
í bjartri von um hjálp og ráð.
Stórvirkir þið sterkir byggðu
sóma með, þráða Heimilið
með mœtri sýn og manndóm hyggðu
þeim mœta er þrautir ertust við
ellihrumum aðstoð tryggðu
angrinu léttu og veittu lið.
Með ákefð unnuð í veikra þágu
enda kröftum og þekking ynnt
vansœlum mörgum vistrúm gáfu
vœntu sem flesíum yrði sinnt
að liðsinna Ijósa þörfina sáu
lina þraut er sárt gat pínt.
Hér er allt í skorðum sterkum
stjórn með hagnýt sjónarmið
með reynslu góðri og ráði merku
raða öllu í hentugt snið
með vilja og samstarfsafli hertu
stjórn vœnst nœst þá öll um svið.
Ein yfirstjórn með virðing situr
sem fjárhagsþunga bera má
oft þröngt í búi orðið getur
þá allt raunsœtt reynir á
hressa má þá hugann betur
hentug ráð þið finnið þá.
A ð baki er aldarfjórðungssaga
oft átt árangursríkan fund.
Þá fundið margt og fœrt til haga
því fyllst af gleði íykkar lund.
Nú lítið yfir liðna daga
sjá, lýsir af margri óska stund.
Horfið fram sjá enn er margt óunnið
sem aldarfjórðung vakti dýpsta þrá
er hefir vœnt og voldugt brunnið
sem vitar lands er stefnið á
örvar hugsýn er mest þið unnið
að upp rísi framkvœmd há.
Það vekur gleði hve kappið vogar
að vernda líf ellibandingjans
lýsa skœrir Ijóssins bogar
í lund hins góða og hyggna manns
ei deyja í augum ykkar logar
frá endurskini kœrleikans.
Með heiðri reist hin gullna varða
sem hróðurykkar ber um láð
ykkar hreysti og vinnan harða
hefir til frœgðar korni sáð.
Gœfumenn með gjörðir svarðar
göfga lífs, með hjálpar náð.
Þið djörfu höldar er drengskap rœkja
og dáðrik verkin erjið við.
Þið menn sem þora fram að scekja
meðþreki,festu og hugrekkið
hratt sterkir vinna, hjálp með tœkja
hér sést merka framtakið.
Þungt var hlass í byrjun, bundu
bústið og sterkast sveigði bak
af þungum verkum þreyttir stundu
en þreyttu kapp, ei styrkur hrak
hindrun allri burtu hrundu
hátt upp lyftist Grettistak.
Þið áfram haldið með huga óðum
hafið framfara markað leið.
Þið brjótist fram á byggðar slóðum
berykkur ört fram birtan heið.
Þá eldi hugsjóna af elnum glóðum
og iða Ijósblik um gengið skeið.
Þið eggjandi heyrið nú hávœrt kallið,
hrópandi ósk um vistrúm fljótt,
hjá mörgum er heilsan nœrri falli
hugsandi bíða með geð órótt.
Hugljúft um hverja umsókn fjallið
og hefjið að leysa vandann skjótt.
Þið ennþá háar hallir byggið
með hugheilum mœtið eins og fyrr.
Ekkert áykkar framtak skyggi.
Því um það breiðast Ijósblik skýr
með góðvild og gleði vel að hyggið
ef gœtið skeð, œttuð opnar dyr.
Ykkur brátt í brjósti svíður
að brjótast fram með handtök snör
hugur í æsing, órór bíður.
Ykkur lístframför ei nógu ör
andans þróttur um œðar líður
eflir kraftinn, kapp og fjör.
Með hugsjón komuð en tómar hendur
hefjandi sókn sem orkan má
lítið fram hugur, háttstemdur
herðandi róður og neti ná
þvi einbeitni eldmóðs í huga brenndur
blossar þrek, hyggni og framsýn há.
Hollt framtak heillasagan rómar
hvar þreyttum er búin hvíldin kœr.
Þakklœti og lof tilykkar hljómar
frá lífsþreyttum er hjálp hér fœr
af líknarverkum ávalt Ijómar
lýsi nöfn ykkar lengi skœr.
Nú bjart eryfir fjallahnjúkum breiðum
bragandi Ijósblik á tindum logar dátt
er sólin skín á himni bláum, heiðum
hellir Ijósi á fold og hafið blátt
nú í sólþið gangið sporum greiðum
um grundir, ykkur frœga setjum hátt
mót ykkur brosir litfríð rósin bjarta
í Ijósi blómstrandi krónum sínum
skarta.
Ingjaldur Jónsson
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 65