Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 37

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 37
Undanfarið hafa miklar um- ræður átt sér stað um öryggisbún- að á fiskiskipum og nauðsyn þess að efla hann og bæta og er það vel. Hér er ekki ætlunin að bæta þar um heldur að birta, hér „áskorun“ til sjómanna er birtist í Sjómanna Almanakinu 1926 og á enn í dag fullt erindi til alra og ekki síst til þeirra fjölmörgu um land allt er keypt hafa sér trillur og sportbáta á liðnum árum. Áskorun um að nota bárufleyga Fiskimaður, verndaðu líf þitt og eigu þína, með því að nota báru- fleyg; hann hefir þann kost fram yfir alla heimsins björgunarbáta, að þú ávalt og alstaðar getur haft þetta einfalda áhald i bát þínum, tilbúið til notkunar hvenær sem þörf gerist. Úr vanalegum pokastriga er búinn til poki, hjer um bil 12 þumlunga langur og 5 þumlunga breiður, sem er hálffylltur með uppröktum hampi eða öðru slíku; í bátnum er þar að auki hafður 5—6 lítra brúsi, með vanalegu lýsi. Þegar þörf gerist að nota bárufleyginn, er lýsinu hellt í pokann, svo að hampurinn verði vel gegnblautur, og síðan er pok- inn bundinn á kulkynnung, svo framarlega sem hægt er. (Sje báran beint á eftir, getur verið nauðsynlegt að hafa pokana tvo, sinn á hvorum kinnung.) Þegar lýsið kemur í sjóinn, breiðist það út og vendar bátinn fyrir brotsjóum. Með skynsamlegri notkun þessa einfalda og ódýra áhalds mætti spara fjölda mannslifa. Dæmi: Enskt skip, „Sliremore“, brann í janúarmánuði 1885 á leið frá Shields til Bombay, hjer um bil 800 sjm. frá Seyschnelle-eyjunum. Skipshöfnin komst í bátana. Á þriðja degi lentu þeir í fárviðri, sem enginn bjóst við að afbera. Áður en skipið var yfirgefið, hafði skipstjóra hugkvæmst að láta olíu Ungir fiskimcnn. í bátana, til að hafa við hendina ef með þyrfti, og kom það sjer nú vel. Bátarnir bjuggu sjer nú til rek- akkeri af árum og rám, og hjeldu sjer þannig uppi í sjóinn og vind- inn. Stór poki, sem fylltur var með hampi og olíu var hengdur fram- an á bátana. Þannig myndaðist lygnuflötur í kring um hvern bát, sem dró svo úr brotsjóunum, að bátarnir óskemmdir afbáru veðr- ið. Áður en olían var látin út, höfðu margar bárur brotið yfir bátana, svo skipverjar urðu að ausa af öllum mætti. Eftir þetta kom lítill eða enginn sjór inn í bátana, og voru þeir þó mjög hlaðnir. Þetta dæmi er tekið úr „Olje som bölgedæmper" eftir R. Kar- lowa. Þetta eina dæmi ætti að vera nægilegt til að sanna nytsemi bárufleygsins. „Farðu aldrei á sjó, án þess að hafa poka og lýsi með í bátnum.“ Þessar ráðleggingar eru gefnar af manni, sem hefir 20 ára reynslu til að byggja á, og sem oft hefir bjargað sjer og allri skipshöfninni með því að nota þetta einfalda áhald. Að síðustu sendir Fiskifélag ís- lands Sjómannadagsráði svo og öllum sjómönnum um land allt, bestur óskir í tilefni hátíðadags sjómanna. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.