Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 39

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 39
Nú um stundir hafa ýmsir áhyggjur af tveim þýðingarmikl- um grunnlínupunktum, sumsé Geirfugladrangi og Kolbeinsey, en líklegt er að þessir útverðir hafi látið nokkuð undan á þessari og á seinustu öld. Má þetta merkja af ýmsu. Til dæmis gátu mælinga- menn séð til lands af Geirfugla- drangi, sem nú er ekki unnt lengur, en þetta sýnir okkur að drangurinn hefur verið mun hærri yfir sjó en hann er núna. Og einnig ber mönnum saman um, að hætt sé við, ef ekkert verður gert — ef það þá er í valdi manna, að Kol- beinsey hverfi í djúpið, ásamt sinni stóru efnahagslögsögu, þar sem eyjan er nú grunnlínupunktur í fiskveiðilandhelginni. Þetta leiðir hugann að ýmsum skerjavitum, sem reistir hafa verið og hafa staðið af sér mikla storma og hafrót. Skerjavitar við Bretlandseyjar Nýverið kom út merkileg bók um skerjavitana við strendur Bretlands, eftir Christopher Nicholson, og nefnist hún Rock Lighthouses of Britain. Ekki veit ég hvort mikið er til af svona vitabókmenntum, en víst er þó að vitabyggingar hafa í margra augum verið einskonar tákn fyrir baráttu mannsins og verkfræðinn- ar við náttúruöflin. Þetta á einnig við hér, og er þess skemmst að minnast að Hlöðuviti og Mið- fjarðarskersviti hurfu í djúpið, eða brotnuðu í brotsjóum í vetur. Saga vitanna er orðin löng, en talið er að Egyptar hafi fyrst gjört vita til þess að leiðbeina sæförum. Og er vitinn á Pharos (eyja), er leiðir inn til Alexandríu án efa þekktasti viti í heimi, því hann var til skamms tíma talinn vera eitt af Sjö undrum veraldar, en vitinn var hlaðinn úr steini 285 fyrir Krist. Vitinn var stór um sig og teygði sig, að talið er 132 metra. Vitinn hrundi á 14. öld. Þessi Ijósmynd hlaut á sínum tíma Pulitzer-verðlaunin sem besta frétta- myndin, en hana tók Kevin Cole af þessum fyrsta vita, áður en hann hrundi. Takið eftir því liversu liátt báturinn cr í davíð- unum, en samt skolaði sjórinn honum á brott. Ennfremur byggðu Rómverjar snemma vita. Til dæmis vitann í Boulogne í Frakklandi, sem reist- ur var á 2. öld. Hann stóðs ágang sjávar þar til á 17. öld og bar ljós, en þá hvarf hann í hafið. Hann var heldur ekkert smásmíði, rúmlega 70 metra hár. í áðurnefndri bók er fjallað ítarlega um skerjavitana við Bret- landseyjar, en Bretar voru lengi iðnir vitasmiðir, enda víða hættu- legar leiðir að fara fyrir sæfarend- ur. Auk þess hefur vitasagan breska að geyma ýmsa merka og dular- fulla atburði. Þar voru drýgðar dáðir og voveiflegir atburðir hafa orðið að þjóðsögum. Einnig hafa vitaverðir á skerjunum unnið vís- indaverk í vitafræðum, eins og Stevensons fjölskyldan ... Ekkert skal fullyrt um það, hvort unnt verður að byggja varanlega vita á Geirfugladrang, eða á Kolbeinsey, en verðugt og áhugavert væri það verk — og ábatasamt, ef það yrði til þess að tryggja stærð landhelginnar. Stálvitinn á Minotskletti Það er ekki auðvelt að finna vita, þar sem sambærilegar að- stæður eru og í Geirfugladrangi og á Kolbeinsey. Ef til vill eru að- stæður líkastar á Minotskletti á Atlantshafsströnd Bandaríkjanna, eða í Massachusett. Vitinn á Minotsklettinum er hár og umgirtur sjó á alla vegu, en hann er sæfarendum til leiðbein- ingar, þar sem eru hættuleg sker. Vitinn er 38 metra hár og er tvær mílur undan ströndinni þar sem heitir Cohasset, en nafnið þýðir eiginlega „skerjagarður" (Quona- hassit). Þarna fórst fjöldi skipa fyrr á tímum og elsta skráða sjóslysið er þegar skútan THERNODIA fórst með manni og mús á skerjunum árið 1693. í raun og veru var þó harla lítið unnt að gjöra, enda tækni skammt á veg komin. Þó var reynt að setja upp vita þegar árið 1811 á Cedar Point í Scituate, en hann gjörði lítið gagn, og meira að segja olli hann slysum, því sæfarar tóku feil á honum og Boston Light vit- anum. Þótt tækni væri skammt á veg komin á 19. öld, þá höfðu yfirvöld fullan hug á að hindra hina ógn- vænlegu skipsskaða á Minots- skerjunum. Sem dæmi um hætt- una, þá var vitað um 40 skip sem farist höfðu á skerjunum á ár- unum 1817—1847 og manntjón var mikið. Um þessar mundir voru Eng- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.