Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 75

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 75
I verinu ívr i r heilli öld Síðasta sjóbúðin með gamla laginu og skipshöfn. Þeir, sem fylgst hafa með sjó- sókn og þá sér í lagi vetrarvertíð- inni í nokkra áratugi, greina mikla breytingu í þjóðháttum, því ekki þarf að fara mjög langt aftur í tíð- ina til þess að greina aldagamla siði og venjur, er tíðkast hafa með þjóðinni um aldir. Til er aragrúi heimilda um ver- stöðina, einnig þykkar bækur. Bæði samdar af fróðleiksmönn- um, er safnað hafa sögu, og eins samtímalýsingar, fornar. Meðal þeirra fjölmörgu er lýst hafa vertíðinni fornu, er Oddur Oddsson sjómaður og síðar gull- smiður og símstjóri á Eyrarbakka, (1867—1938). Oddur var ættaður úr Fljótshlíð, og bjó þar reyndar á Sámsstöðum, föðurleifð sinni á árunum 1889—98, en það skiptir miklu máli; Oddur kom úr sveit, og þekkti því að eigin raun, tengsl sveitafólks við verstöðina og ver- tíðina. Oddur Oddsson fékkst töluvert við ritstörf og ritaði m.a. bókina „Sagnir og þjóðhættir“, er kom út fyrir rúmlega fjórum áratugum, og einnig ritaði hann töluvert í blöð og tímarit. Árið 1928 birtist eftir hann ítar- leg ritgerð f verinu 1880—90 og er hún birt hér, lítillega stytt, með leyfi Jórunnar Oddsdóttur, sem ein er á lífi fjögurra barna Odds og konu hans Helgu Magnúsdóttur (1867—1949) Vertíðin undirbúin „Að fá að fara til vers var það, sem sveitadrengir þráðu mjög. Stafaði það að sumu leyti af með- fæddri ævintýralöngun og einnig af sögum eldri manna af hreysti- verkum og svaðilförum þeirra og annarra í verinu. En það voru ekki einungis unglingarnir, sem hlökkuðu til vertíðanna, það gerðu einnig und- antekningarlítið allir yngri menn að minnsta kosti, og allt eins þeir, sem heima áttu beztu aðbúð í góðum húsum, þar sem þeim var allt rétt í hendur, en áttu þar á móti von á að verða að búa í allt annað en vistlegum útikofa kald- asta tíma ársins, verða algerlega að sjá um sig sjálfir, þola kulda, vos- búð og strangasta erfiði með köfl- um, og horfast í raun og veru margoft í augu við opinn dauð- ann. En í verinu var ofurlítið meira frjálsræði en heima, og því hafa íslendingar unnað frá öndverðu. Strax á haustin var farið að búa út „færur“ þeirra, er róa áttu í verunum, en færur var nefnt einu nafni allt það, sem vermaður þurfti að hafa að heiman, svo sem föt, gerðir skór, skinnklæði, ýmsir smámunir, sem búast mátti við, að ekki fengjust í verinu, eða væru dýrari þar, og verskrínan með smjöri, sem drepið var í annan enda, en „smálka“ eða kæfu rennt í hinn. Færurnar voru svo sendar í verið, annaðhvort á haustin, eða um það bil að menn fóru til vers. Duglegir menn tóku þá að sjer að flytja þær fyrir marga, voru það oft slæmar ferðir um hávetur, allt vegalaust og brýr engar. Ráku þeir hestana lausa til baka og voru þá kallaðir „heimrekstrarmenn“. Þeir, sem róa skyldu í verstöðv- um austanfjalls, áttu að vera komnir í verin sunnudaginn fyrst- an í góu. Fóru þeir því af stað í síðustu viku þorra, er heima áttu á Suðurlandsundirlendinu. Var burtfarardagur vermanna allmik- ill alvörudagur á heimilunum. Öllum var ljóst, hve mikil hætta fylgir sjóróðrunum, en tilfinnan- legast var það vinum og vanda- mönnum. Þar að auki neyddust SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.