Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 64

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 64
undarlausan félaga sinn. Allt fer á ringulreið og sjórinn þyrlast upp í stróka. En nær um leið og rost- ungarnir hverfa frávita undir yfir- borðið, skýst hvítur, vöðvastæltur kroppur fram af ísskörinni og hverfur sjónum. Það er björninn, sem alls ekki lætur undan síga. Um stund er allt kyrrt og hljótt, þegar sést koma marandi úr djúp- inu ferlegur afturhluti skepnu, sem ber leirgulur við sjávarborðið. Enn þyrlast sjólöðrið upp af vök- inni, þegar björninn spyrnir við afturfótunum og tekur sundið. Það er fyrst nú, að lítið vatnsskemt höfuð kemur í ljós og björninn hefur rostungskópinn á loft, pír- andi náköldum augum með skolt- ana á kafi um kverkar hans, og slöngvar honum uppá skörina. Enn greiðir hann honum nokkur þung högg í hausinn með hrömm- unum og tætir síðan í sundur svír- ann. Og á meðan björninn hristir sig, rennur logandi rautt blóð yfir snjóinn. Niðri í vökinn rísa rostungarnir og lúta dökkum höfðum yfir sjáv- arborðið. Þeir hvása dimmu og djúpu hljóði reiði, sársauka og vanmáttar. Tómlátlega snýr björninn sér að þeim og rymur lágt. Og án þess að gefa þeim frekari gaum, fer hann með hægð að hylja bráð sína snjó, því að heitan rostungsskrokkinn þarf að kæla áður en hann er étinn, þar eð bjarndýrum geðjast ekki að heitu spiki. Að þessu loknu leggst hann hjá bráðinni, smágeispar, og lætur sólina um að þerra sig á meðan hann bíður. Nú liggur ekkert á. Lífsorkan fer ört vaxandi í hverjum lim. Nú syngur sólbráðin um sólaryl og svæfir veiðiklóna miklu. Heiðblár himinn hvelfir fyrir- heitum vorsins yfir hauður og haf. G.G. þýddi. 64 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Hradskreiður fljótaprammi „Einu sinni fyrir langa langa löngu ..segir oft í ævintýrunum, var iekta, eða fljótaprammi, sem sigldi hraðar en nokkur annar, sem vitað var um á hinum skipgengu fljótum og skurðum Englands, en eins og margir vita er mjög umfangsmikið vatnakerfi notað til vöruflutninga í Englandi, þótt vitaskuld hafi önnur og fljótvirkari farartæki fyrir löngu tekið við af lektunum. Og komnar eru nýjar lektur, vélknúnar, er flytja hráefni og iðnvarning að og frá verksmiðjum, til strandar. En fyrr á tímum notuðu lekturnar segl og á ári hverju litu menn upp frá brauðstritinu og fóru í kappsiglingu á lektum sínum. Og þótt þessir flatbotna prammar minni lítt á kappsiglara nútímans, Austurlandaförin eða klipperana, þá voru siglingakeppnir þessar töluverður viðburður, en það var einkum keppnin á London River, eða Thimes og á Medaway, sem einnig er á sama fljóti, en á öðrum stað. Þetta hraðskreiða skip, eða prammi hét SARA og var smíðað árið 1902 hjá Whites við Conyer, sem er smáspræna, en þó skipgeng. SARA var 26 metra löng, flatbotna — að sjálfsögðu — og hún var tæpir sjö metrar á breidd, en hún gat því siglt 87 km vegalengd á fimm klukkustundum, fram og aftur með og móti straumi. Það má segja sem svo, að viss grunur hafi ávalt legið á því að SARA, þótt hún væri byggð og notuð sem flutningaprammi, að þá hafi keppnin verið höfð í huga, líka þegar Horlok flutningaformaður lét smíða hana, og það sama gilti reyndar um helsta keppinautinn WESTMORELAND, sem smíðuð var á sama stað. En hvað um það. SARA var ósigrandi að heita má. Hún vann keppnina árið eftir, eða 1903. Síðan var hún ekki með í nokkur ár, og keppni þessi féll niður á árunum 1908—1927. Árið 1930 tók SARA þátt í siglingakeppninni, sem þá hafði verið endurvakin og á átta árum, sem á eftir fóru, hreppti hún fyrsta sætið á Thames sex sinnum og fimm sinnum á Medway. Keppnin lá niðri í stríðinu, en þegar aftur var byrjað að sigla var SARA með og seinasta sigurinn vann hún árið 1962, en þá var hún höggvin, eftir að hafa verið mæld nákvæmlega upp, þannig að unnt væri að smíða samskonar farkost. Og þótt það kosti 200.000 £, eru menn alvarlega að velta því fyrir sér nú að smíða SÖRU II.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.