Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 49

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 49
Nokkrir bátar á siglingu í Bolungarvík á Sjómannadaginn 1941. Það var 1921 sem Falur Jakobsson smíðaði 6 lesta bát er var gefið nafnið Ölver. Nafnið var þannig til komið að formanninn Bjarna Fannberg dreymdi haug- búann Ölvi er heygður er í Ölvis- dölum á Stigahlíð og fannst hon- um hann vitja nafnsins. Meðan Bjarni Fannberg var formaður á m/b Ölvi hafði hann það fyrir sið að láta kasta í sjóinn fallegum fiski er siglt var fyrir Ölvi. Þessi bátur var mikil happafleyta á meðan hann var í eigu Bjarna Eiríkssonar, útgerðarmanns hér. Þessir voru formenn á m/b Ölvi meðan Bjarni Eiríksson átti hann, Bjarni Fann- berg, Benidikt Jónsson, Guðjón Jónsson, Jónas Halldórsson og Jakob Þorláksson, sem var hlutar- hæstur hér við djúp veturinn 1943. Ölvisþáttur verður ekki rakinn lengur hér en vísað á hann í Ein- arssögu Guðfinnssonar. Annar bolvískur bátur var skírður Flosi, eftir þeim er heygður er á Langadalsfjöllum. M/b Flosi var 8 tonn og þótti hann stórt og mikið skip á sinni tíð, hann var líka happafleyta smíð- aður af Fal Jakobssyni, fyrir Bjarna Eiríksson, útgerðarmann. Formenn á Flosa voru Bjarni Fannberg, Benidikt Jónsson, Kristján Jensson og Jakob Þor- láksson. Flosi var seldur héðan 1948. Ekki er mér kunnugt um að héðan hafi róið bátur sem borið hefur nafnið Straumur hvað sem því veldur. Það mun þó hafa komið til tals með þeim sameign- armönnum Bjarna Eiríkssyni og Helga Einarssyni, formanni er Falur smíðaði fyrir þá bát er bar nafnið Bragi. Eftir að þessir bátar er hér hafa verið nefndir voru seldir hafa aðrir komið í þeirra stað með sömu nöfnum og hefur þeim farnast vel. Fyrsta diesil- flutninga- skipid Þetta er fyrsta flutningaskipið, sem knúið var með Mercedes-Benz diesilvél. PATENDR DAIMLER, er hóf siglingar með diselvél árið 1896, en sem kunnugt er, þá sýndi höfundur mótorsins, þýski verkfræðingurinn Rudolf Diesel (1859—1913) uppdrætti að hreyflinum árið 1893, undra- tæki, sem notaði 34% olíuorkunnar, meðan gufuvélin nýtti aðeins 15%. Að því er bækur herma, þá reyndu margir fyrir sér með smíði á diesel- vél, eftir að rit um vélina kom út, þar á meðal Daimler, er gerði sína fyrstu nothæfu vél árið 1896 (Mercedes-Benz), og að því er virðist á undan uppfinningamanninum, sem lagði að sjálfsögðu til hugmyndina, er hann gaf út 1893, eins og framan sagði. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.