Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 51

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 51
HETJUR HAFSINS Lærlingurinn tókvid skipstjórninni Þegar gufuskipin fóru að láta að sér kveða á höfunum, fóru hin glæstu seglskip, er drottnað höfðu á úthöfunum um aldir að sjálf- sögðu ekki varhluta af því, því málið var ekki svo einfalt, að menn einfaldlega hættu að nota vind- orku, og færu að nota kol og gufu- vélar í staðinn, rétt eins og þegar íslensku togararnir skiptu yfir á svartolíu og fóru að nota hana í staðinn fyrir diesilolíu. Hörð samkeppni fór í hönd, og í raun og veru varð staða seglskip- anna fljótlega vonlaus í þeirri samkeppni. Gufuskipin tóku arð- bærustu flutningana frá seglskip- unum, og sem verra var bestu sjó- mennina líka, þótt enn væri reynt að halda úti seglskipum, allt fram á fyrstu áratugi þessarar aldar. Seglskip í samkeppni En útgerðarmenn seglskipa voru þó ekki alveg á því að gefast upp. Þeir áttu jú þessi fögru skip, en til þess að fá farma, eða verk- efni, urðu þeir að bjóða lág farm- gjöld, og til þess að það væri unnt, urðu þeir að skera útgjöldin niður, sem mest þeir máttu. Seglin voru margstöguð og bætt, aftur og aftur, kaðlar fúnuðu og allur bún- aður var úr sér genginn — og oft lá við að skipverjar færust úr hungri, því vistir voru af skornum skammti. Það væri heldur ekki ofsagt, þótt því væri haldið fram, að segl- skipaflotinn hefði ekki getað valið úr sjómönnum, þótt vitaskuld héldu merkir sæfarar tryggð við seglskipin. Um borð í skipin fóru einkum þeir, sem ekki gátu fengið aðra vinnu, hvorki í landi, eða til sjós. En þótt menn tækju gufuskipin fram yfir seglskipin, þar eð þau höfðu auðvitað augljósa kosti, þá varð mönnum það á hinn bóginn ljóst, — og er það raunar enn þann dag í dag — að þá lærist raun- veruleg sjómennska, eða sjó- mennska af besta tagi, einvörð- ungu um borð í seglskipum. Þar læra menn frumatriði siglingalist- arinnar, og einnig hin æðstu stig, í jöfnum leik, upp á líf og dauða við náttúruöflin, storma og stórsjó. Á seglskipi þurfti svo margs að gæta, er sjaldan ber við á vélknúnum skipum. Það var með þetta í huga, sem ungur og greindur lærlingur (sá sem lærir stýrimannafræði um borð) kaus seglskipin, því um borð í þeim vissi hann, að hægt væri að fá betri þjálfun, sem stýrimanns- efni, en um borð í gufuskipunum, þótt þau væru nýtískulegri. Þeir sem lærðu hörðum höndum á seglskipum, hlutu einnig sín laun, þótt síðar væri. Á seglskipunum var — og er — þekking, sem hvergi er að finna á öðrum stöðum. Það er m.a. ástæðan fyrir því að enn eru gerð út skólaskip, eða seglskip, til þess að þjálfa liðsfor- ingjaefni stórþjóðanna. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.