Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 19

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 19
Gabríel. Enskur 25 lesta karraggi frá 16. öld. Á honum sigldi enski sæfarinn Martin Frobisher til Grænlands og Labrador 1576 til að leita að siglingaleið til Asíu fyrir norðan Ameríku. finna NV-leiðina norðan við Kanada vestur í Kyrrahaf, var skip sent frá Englandi, sem átti að rannsaka vestri hafsbotninn milli vesturstrandar Grænlands og Hellulands. Það var árið 1615, skipstjórinn hét Bylot, en stýrimaðurinn Baffin. Á honum hvíldu allar rannsóknir og siglingafræðilegir reikningar. Talið er, að í þessari ferð hafi verið fyrst notaðir lóga- ritmar, í siglingafræðilegum reikningi. Þeir fóru langt norður eftir hafinu, sem síðan er kallað Baffinshaf, og rannsökuðu allt, sem þeir gátu, svo nákvæmlega, sem kostur var á. Þeir komust allt norður í Smithssund á 78 Nbr. Þessir menn fóru aðra ferð árið eftir, 1616 og sigldu þá enn um þessar slóðir, sem raunverulega er haf, en ekki sund. Alls staðar var fullt af hval og sel, sem drógu menn til norður- ferða nokkrum árum síðar. Mælingar Baffins voru dregnar í efa og ýmsir töldu þær rangar. Það var ekki fyrr en John Ross fór um þessar slóðir og endurmældi þetta allt aftur og lauk miklu lofs- orði á allar mælingar Baffins og setti hann í það heiðurssæti, sem hann á með réttu. Allt þetta stóra haf, sem íslend- ingar kölluðu Vesturbotn, en er nú kallað Baffinshaf, og landið vest- an við það, sem áður hét Hellu- land, ber nú nafn þessa heiðurs- manns og verður svo um alla framtíð. En íslendinga er að engu getið, þótt þeir sigldu um þetta aftur og fram og fóru um þessi lönd þvers og langs á undan öllum öðrum nokkur hundruð árum áður. Ég gat þess hér að framan, að þeir Baffin hefðu notað í fyrsta sinn logaritma við reikninga sína. Ekki er fjarstæða að láta sér líka detta í hug, að þeir hafi einnig notað tríkonómíska lógaritma og ekki ósennilegt. Þar, sem sá maður, sem mestur kortagerðar- maður var var samtímamaður þeirra, en það var Merkator. Hans kort höfðu það fram yfir önnur kort, að þau voru vaxandi eins og öll sjókort eru nú, en þau eru látin vaxa eftir tríkónómíska hlutfallinu secans af breiddinni, en það er þægilegra að nota þau á háum breiddum. En þetta hlutfall vex eftir því, sem breiddin vex. Kompáslínan er bein lína. Vínlandskortið. íslendingar lítilsvirtir Ekki hafa þó neinir sýnt íslend- ingum eins mikla lítilsvirðingu eins og þeir Yale-menn, þegar þeir fóru í sýnisferð með Vínlands- kortið. Hvers vegna leggja þeir þessa lykkju á leið sína og fara alla leið til Osló og sýna kortið þar, en krækja framhjá íslenskum fræði- mönnum. Þeir áttu þó að vita, að Norðmenn fóru aldrei til Vestur- heims, þegar hér um ræðir. Sú þjóð skrifaði ekki aukatekið orð um þær ferðir, sem ekki var von, því að hún sigldi þær ekki, og hafði því ekkert um að skrifa. Þótt sú þjóð yrði mikil siglingaþjóð síðar svo sem kunnugt er á nútíma mælikvarða, þá hafði hún ekki að ráði stundað siglingar fyrr en síðar, og þó þeir séu nú með mestu siglingaþjóðum, sem nú gerast, þá er það önnur saga. Nú er það komið á daginn, að þetta svokallaða Vínlandskort stóðst ekki prófið eins og til var ætlast. En ekki hefir það komið skýrt fram á hverju það hefir fallið svona hrapallega. Ég hefi aðeins séð ummæli eftir konu eina, sem er fræðimaður, og hún heldur því fram, að ekki hafi verið farið kringum Grænland. Mig langar SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.