Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 27
I þeirra ætt er skips-
vélin heimilisvél
lim vélstjóraættina írá Dýrafirði
Það er ekki óalgengt á íslandi,
fremur en í öðrum löndum, að
ættir tileinki sér sérstakt starfssvið,
mann fram af manni. Venjur af
þessu tagi og dæmi má finna í
fjölmörgum löndum. Sonur tekur
við af föður. Og svo gengur það
koll af kolli.
Auðvitað var þetta algengast í
landbúnaði. Erfðalög landanna
voru að því sniðin. En á sama hátt
lagðist sjómennska í ættir, einnig
verslun og útgerð. Og það sama
má greina í mörgum starfsstéttum
öðrum.
Ef dæma skal leita á íslandi, má
til dæmis minna á Högna presta-
föður, eða séra Högna Sigurðsson
(1693—1770). En af 17 börnum
þeirra hjóna, Högna og konu hans
Guðríðar Pálsdóttur (1694—1762)
urðu átta prestar, og segja bækur
að þeir hafi verið á Breiðabólsstað
á Jónsmessu hjá föður sínum, allir
í fullum prestsskrúða, og sagt er að
þeir hafi allir komið hempu-
klæddir á prestastefnu á alþingi,
líklega sama ár.
Svipuð dæmi má nefna nær í
tíðinni, en þeim sleppum við hér.
Á íslandi eru til margar jarðir,
þar sem sama ættin hefur búið
samfleytt í nokkur hundruð ár. Og
dæmi eru um formannshæfileika í
ættum víða. I þilskipasögunni höf-
um við einnig dæmi, svonefnda
Auðunsbræður, vaska syni hjón-
anna Vilhelmínu Þorsteinsdóttur
og Auðuns Sæmundssonar, skip-
stjóra frá Minni-Vatnsleysu, en
Guðbjartur Guðbjartsson, yfirvélstjóri á
V/SÓÐNI.
synirnir urðu flestir togaraskip-
stjórar og dæturnar giftust einnig í
þá stétt manna.
En nóg um það. — En einnig
eru til vélstjóraættir á íslandi og
verður hér farið nokkrum orðum
um eina þeirra. Niðja Guðbjarts,
bónda Björnssonar á Læk í Dýra-
firði.
Gufuvélgæslumannafélag
Reykjavíkur
Það er fremur örðugt að segja til
um það upp á dag, hvenær ís-
lendingar fóru fyrst að stjórna
gufuvélum, eða vélum í skipum.
Þó hefur það líklega verið á er-
lendum skipum til að byrja með,
en í upphafi þessarar aldar voru
þó til allmargir menn hér á landi,
er kunnu fyrir sér í vél, þótt Vél-
skólinn tæki ekki til starfa fyrr en
árið 1911, en þá var Vélskólinn
deild í Stýrimannaskólanum í
Reykjavík. Var þegar ráðinn vél-
fræðikennari, M.E. Jessen og upp
frá því varð Vélstjóraskólinn til,
eftir nokkur átök við stjórnvöld,
eins og gerist og gengur, en fyrstu
lærðu vélstjórarnir voru þeir
Hallgrímur Jónsson, Bjarni Þor-
steinsson og Gísli Jónsson, sem
síðar urðu allir þjóðkunnir menn.
Vélstjórastéttin var þó eldri en
þetta. Þessir menn höfðu numið
vélstjórn með ýmsum hætti. Flest-
ir hallast þó að því að á gufuvélar
hafi íslendingar lært af Norð-
mönnum, enda segir svo í 50 ára
afmælisriti Vélstjórafélags ís-
lands, en félagið var stofnað árið
1909, og hélt því upp á 75 ára af-
mæli sitt í ár. Þar segir í upphafi
ritsins:
En flestir þessara fyrstu íslensku
vélgæslumanna, eins og þeir al-
mennt voru þá kallaðir, höfðu
komist í snertingu við norska vél-
stjóra á hvalveiðiskipum, sem
héðan voru gerð út um og eftir
aldamótin. Þeir höfðu starfað með
Norðmönnum að gæslu og við-
haldi gufuvéla og einnig kynnst
skoðunum þeirra. Norskt mál var
þeim nærtækara til skilnings en
enskan, sem þeir kynntust síðar.
Og af Norðmönnum hafa þeir
kynnst þeim félagshræringum á
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27