Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 79

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 79
Þjónustu og brauðgerð fengu vermenn á næstu bæjum og guldu fyrir eftir samkomulagi. Sérhver maður hafði allt innan- búðar út af fyrir sig, nema kaffi og kaffirót. Einhver reyndur og ráð- settur maður af skipverjum var kosinn til að hafa alla kaffireikn- inga með höndum. Fengu allir honum tillög sín, skammtaði hann það síðan í sameiginlega kaffi- könnu. Gerði kaffihaldarinn svo reikningsskil í lokin. Bættu menn til, ef ekki entist, en skiptu, ef af- gangur varð. Kaffið var hitað í smiðjunni, og gerðu menn það einn dag úr rúmi eftir röð þeirra. í sumum búðum var þetta þó á annan hátt, þar hafði hver sitt kaffi út af fyrir sig og litla kaffi- könnu, sem hann fékk hellt á heitu vatni hjá þeim, sem hitaði. Gat þá sérhver hagað kaffidrykkju sinni eftir vild og þörf, var það þægi- legra, en ekki ódýrara. Þegar ekki var róið, var máltíð- um hagað eins og tíðkaðist heima fyrir, en daglegu lífi manna var þá þannig háttað, að hver sýslaði það, er hann vildi, ef ekki þurfti að starfa að skipi, afla eða veiðarfær- um. Sumir saumuðu skinnklæði, aðrir unnu úr hrosshári, sem haft var með að heiman, nokkrir flétt- uðu reiptögl, hnappheldur eða brugðu gjarðir, hagir menn smíð- uðu búsáhöld ýmisleg, klyfbera, lampa, kyrnur, hornspæni o.fl., sem lítið fór fyrir, því að þrengsli voru mikil. Skemmtanir inni við voru helzt sögusagnir, sögulestur og rímna- kveðskapur, einnig gátur og „skanderingar“ (að kveðast á) ennfremur spil, tafl, skák, „kotra“, „mylla“, „goði“ og að „elta stelpu“. Úti skemmtu menn sér við glímur, aflraunir og ýmsa leiki svo sem „höfrungahlaup“, „að ríða til páfans“, „járna pertu“, „sækja smér í strokk“ o.fl. Var oft glatt á hjalla í landlegum í þá daga. Á SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.