Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 12

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 12
Þyrlan TF-GRÓ kom til landsins í maí 1976. Myndin sýnir þyrluna við störf að Galtarvita og í baksýn tvö varðskipanna, Tý og Ægi. atvinnulífi heilla sveitarfélaga, beri allan kostnað af þessum málum. Til samanburðar má nefna að það eru ekki þeir einir sem aka bifreið á götum sem borga um- ferðarljósin í þéttbýli. Það fé er tekið úr sameiginlegum sjóði við- komandi sveitarfélags, frá sjó- mönnum sem öðrum. Og auðvitað á að taka fé til að gæta öryggis sæfara a.m.k. að hluta úr sam- eiginlegum sjóðum landsmanna og stuðla þannig að auknu öryggi þeirra eins og gert er í vita- og hafnarmálum. Xryggingar sjómanna eiga að vera í samræmi við áhættu í starfi og vinnuaðstöðu. Ef þessi sjálfsagða krafa er höfð að leiðarljósi, verða skoðanir þeirra „fræðinga“ sem telja sjó- menn of tryggða, sem argasta þversögn. í títtnefndum utandagskrárum- ræðum á Alþingi setti ég fram þá skoðun mína að nú þyrfti að gera stórátak til að kanna og gera til- lögur um alla þætti sem snertu öryggismál skipa og áhafna. Ég benti ennfremur á að þetta mundi 12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ kosta fjármuni og þeir yrðu ekki gripnir úr tómum kistum ríkis og þegna eins og nú stæði í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Hins vegar væri óráðstafað öll- um vaxtatekjum sem verða af gengishagnaði vegna gengisfell- ingarinnar í fyrra og félli í gengis- munasjóð. Öðrum tekjum hans væri þegar ráðstafað og ættu u.þ.b. 6—7% af þeim að koma í hlut sjó- manna þ.e. til „félagslegra þarfa“. Því lagði ég það til að allar vaxtartekjur gengismunasjóðs yrðu markaðar öryggismálum sjó- manna. Að ríkisstjórnin leggði þessa fjármuni til hliðar inn á sér- stakan reikning og þeir yrðu ein- göngu notaðir til að stuðla að bættu öryggi skipa og áhafna. Undir þetta var tekið af öðrum alþingismönnum sem þátt tóku í þessum umræðum. í þeim kom einnig fram sú ábending til ríkisstjórnarinnar frá Svavari Gestssyni, hvort ekki væri tímabært að setja á laggirnar sér- staka nefnd alþingismanna til að fjalla sérstaklega um öryggismál sjómanna, fara vandlega yfir ábendingar liðinna ára t.d. frá Sjómannasambands- og Far- manna- og fiskimannasambands- þingum og reyna að glöggva sig á því hvernig er með skipulögðum hætti hægt að hrinda þeim tillög- um til úrbóta í framkvæmd sem þar hafa verið gerðar. Undir þessa tillögu var líka vel tekið og skipaði samgönguráðherra stuttu síðar nefnd níu alþingismanna til að vinna að könnun og tillögugerð um öryggi sjómanna. Sverð og skjöldur í björgunar- og öryggismálum sjómanna, Slysavarnafélag íslands, beitti sér fyrir fundi á liðnum vetri með fulltrúum allra þingflokka vegna þeirra slysaöldu sem þá var að baki. Þar kom það m.a. fram að hluta þessa ástands má rekja til menntunarmála sjómanna al- mennt. Inn í þessa umræðu koma að sjálfsögðu undanþágumálin, sem hafa vakið mikla athygli á liðnum vetri. Umræður um lausn þeirra mála verður ekki einhliða bundin skemmri skírn undanþágumanna til réttinda. Launamálin koma inn í þá umræðu samhliða mennt- unarmálum. T.d. má benda á að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.