Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 61
Nordmenn lengja skemmtiskip
íslendingar þekkja það, að það getur verið hagkvæmt að lengja skip,
þótt dæmi séu um að þau hafi þurft að stytta. Minna mun þó um það að
farþegaskip séu lengd sérstaklega. Þó virðist þetta vera að komast í tísku
núna, því eftirspurn eftir skemmtiskipum virðist aukast meira en fram-
boðið.
Hjá A.G. WESER í Bremerhaven er nú verið að lengja norska far-
þegaskipið ROYAL VIKING SEA, sem er í eigu konunglegu Víkinga-
línunnar, en systurskip þess, ROYAL VIKING SKY og ROYAL
VIKINGSTAR, höfðu bæði verið lengd áður, með góðum árangri.
Talið er að kostnaðurinn við að lengja þessi þrjú skip, hafi numið um
100 milljónum dollara.
Lengingin er einföld. Bætt er 93 feta, raðsmíðaðri einingu inn í skipið
um miðjuna, eða framan við vélarrúmiðl og eftir ienginguna eru skipin
um það bil 220 metra löng. (Venjulegt ísl. kaupfar er um 80 metra langt).
Farþegarými eykst úr 500 í 700. Þó hefur margt annað verið gert, en að
fjölga farþegaklefum. Aukið skemmtiþilfar hefur bæst við, ný sundlaug,
til viðbótar þeirri, sem fyrir var, og 16 svítur með svölum. 63 tveggja
manna klefar eru í viðbótarhlutanum, er hafi útiglugga. Þá hafa mót-
tökusalir og þjónustumiðstöðvar verið fullkomnaðar. Eru þessi skip,
miðað við stærð, talin búa betur að farþegum en önnur. 350 manna áhöfn
er á hverju skipi.
Ef myndirnar eru skoðaðar vel, má gjörla sjá viðbótina og það munar
um minna.