Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 11
Björgunarskipið John T. Essberger í reynsluferð.
unnar er hið sama. Þó verra, ef
tekið er tillit til þess ótta sem hún
býr við, máski með barnahóp,
meðan eiginmaðurinn er að störf-
um í því umhverfi og við þær að-
stæður og afleiðingar, sem því
miður of oft er helsta efni fjöl-
miðla.
Ég hef bent á að þegar rætt er
um slys, sem verða á sjó er í fæst-
um tilfellum hægt að kenna ein-
staklingi og enn síður heilli stofn-
un um og á ég hér að sjálfsögðu
við Siglingamálastofnun ríkisiris. í
einstökum félögum sjómanna og
heildarsamtökum hafa verið
gerðar fjölbreytilegar kröfur til
viðsemjenda okkar og Alþingis
um bættan öryggisbúnað og betra
eftirlit með honum. Frá þeim kom
krafan um - skyndiskoðun á
öryggisbúnaði, sem þáverandi
skipaskoðun átti að framkvæma.
Eftir ítrekaðar kröfur fékkst þetta í
gegn með auknum fjárveitingum
frá Alþingi til Siglingamálastofn-
unarinnar um nokkurra ára skeið.
En síðan dró Alþingi smám saman
úr fjárveitingum sínum til stofn-
unarinnar þannig að segja má að
hún hafi verið í fjársvelti árum
saman. Hér ber því einnig og ekki
síður að sakast við fjárveitinga-
valdið.
Það dregur hins vegar ekki úr
því, að þessi stofnun eins og aðrar
opinberar stofnanir á að gagn-
rýna, þegar tilefni gefst, en við
skulum gera það m.a. með fram-
angreinda staðreynd í huga.
Ég held að slíkar skyndiskoð-
anir á öryggisbúnaði séu jafn
nauðsynlegar nú og áður var talið.
Þetta sanna of mörg dæmi.
Tímasóun vegna fjárskorts til
tilrauna og prófana, svo koma
megi upp viðurkenndum öryggis-
búnaði og björgunartækjum
verður að útiloka. Jafnvel þótt um
hugmyndir sé að ræða á Siglinga-
málastofnun og Rannsóknanefnd
sjóslysa að búa yfir því fjármagni
að hægt sé að láta ganga úr skugga
um hvort haldið skuli áfram á
sömu eða skyldri braut.
Fáir vinnustaðir eru jafnvél-
væddir eins og fiskiskipið og far-
skipið eru í dag. Þegar við höfum
til viðbótar þá staðreynd borð-
leggjandi að allur starfshraði hef-
ur stóraukist um leið og fækkað er
í áhöfn, mannaskiptin eru örari en
nokkru sinni áður og óvanari
menn við störf en voru, til þess að
taka við og stjórna öllum þessum
vélbúnaði, þá er enn meiri ástæða
að auka kennslu mannanna sjálfra
í meðferð alls öryggisbúnaðar og
vinnutækja. Margar útgerðir eru
til fyrirmyndar hvað varðar
öryggisbúnað skipa þeirra, en of
oft hefur verið bent á það réttilega
af fulltrúum sjómanna, að útgerð-
armenn væru stirðir til og of mikið
um neiin, þegar rætt væri um og
gerðar kröfur til úrbóta í öryggis-
málum um borð í skipum. í þessu
er mikill sannleikur fólginn og satt
best að segja finnast þar menn sem
virðast ekki hafa gert sér enn grein
fyrir síðustu aldamótaskiptum,
þegar tryggingar- og öryggismál
eru á dagskrá.
Oft hefi ég bent á að til þess væri
tæpast hægt að gera kröfur, að út-
gerð sem í mörgum tilfellum berst
í bökkum m.a. til að halda uppi
Óskar Þór Karlsson erindreki SVFÍ tók á móti hröktum og köldum skipbrotsmönnum af
Tjaldi EA 175, þegar björgunarþyrla frá varnarliðinu kom með þá til Reykjavíkur, en
háturinn sökk undan Krisuvíkurbjargi.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11