Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 71

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 71
Kaíbátar — tankskip íramtidari n nar? Segja má að sú efnahagskreppa er nú ríkir, hafi ekki einvörðungu haít áhrif á lífskjörin. Hún virðist einnig með dularfullum hætti kalla fram nýja orku, eða heimspeki hjá þjóðum Vestur- landa og í iðnríkjunum yfirleitt. Ný úrræði verða að koma í stað- inn fyrir gömul, ef við viljum halda lífskjörum okkar. Við greinum þessa nýju heimspeki ef til vill í tveim megin- þáttum. Annarsvegar leit að nýrri orku, orkulindum, eða nýjum orkugjöfum og við erum að burð- ast við að hreinsa jörðina, draga úr mengun, en jörðin er vægast sagt illa leikin af mönnunum. Það eru þó einkum heimskautin og (ef til vill úthöfin), sem maðurinn hefur haft minni tækifæri til eyð- ingar. En nú eru heimskautalönd- in þó komin inn á landabréf hag- fræðinnar, en meinið er, að við höfum ekki enn yfir að ráða nægj- anlegri þekkingu til þess að hag- nýta t.d. olíu og gaslindir norð- urhvelsins, þrátt fyrir ýmsa til- burði. Menn hafa þó lagt miklar leiðslur, bæði frá Alaska og nyrstu byggðum Kanada og Rússar eru að ljúka við gríðarlega gasleiðslu frá Síberíu til að selja gas í löndum Efnahagsbandalagsins. En það er önnursaga. Gasflutningar með kafbátum Eins og flestum er kunnugt hafa fundist auðugar gas- og olíulind- ir í Alaska við svonefndar Prud- hoeflóa. Vandamálið er á hinn bóginn að koma þessari orku á markað í Bandaríkjunum og til Evrópu. Rætt hefur verið um að leggja olíuleiðslu frá Alaska, um Kanada og til íslausra hafna í Kanada og í Bandaríkjunum. Þetta hefur sætt andmælum og einnig hafa menn tortryggt olíu- skip, sem væru nægjanlega öflug til þess að brjótast þessa leið, á vissum árstímum a.m.k. Við vit- um að olíuskipið Manhattan get- ur farið þetta, fór nokkrar ferðir, en hagkvæmt var það ekki. Nú hafa menn komið fram með nýja og byltingarkennda hug- mynd, en það er að flytja jarðgas með risakafbátum. Að sigla kjarnorkukafbátum undir norðurheimskautið og und- ir norðurpólinn, er ekkert nýtt. Það hefur verið gjört í tvo áratugi af Bandaríkjamönnum. Og nú eru menn að hugleiða það að smíða risakafbáta, sem geta siglt undir ísnum af fullu öryggi, enda er olíuleiðslan fjárfrek framkvæmd kostar45 milljón milljónir. Talið er að 17 kafbátar af ákveðinni stærð, geti leyst leiðsl- una af hólmi, en smíði þeirra myndi „aðeins" kosta 21 milljarð dollara, eða floti, sem komið gæti 2 milljörðum rúmfeta af jarðgasi á Evrópumarkað á dag, eða sem því svarar. Reikningslega lítur dæmið þannig út, að flutningskostnaður í leiðslu yrði 5 dollarar á hver 1000 rúmfet. í tankskipi, sem jafnframt Þessi mynd sýnir hefðbundið gasflutningaskip, eins og þau sem nú plægja höfin. Kúlu- formið er vegna hins gífurlega þrýstings, sem er á gasinu í fljótandi formi, en gasið er klætt niður í — 263 gráður á Fahrinheit. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.