Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 85

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 85
sjálfra, jörðin girt, skipulögð og vegir lagðir. Á s.l. ári var þar tekið í notkun stórt og vandað félagsheimili sjómanna. Þá hefur stjórnin staðið fyrir allri fjáröflun samtakanna, séð um rekstur fyrirtækja og stofnana auk þess sem unnið hefur verið að fjölda annarra verkefna svo sem sjávarútvegs- sýningunni „íslendingar og hafið“ 1967. Auk þess hafði Guðmundur veg og vanda af ritstjórn og útgáfu Sjómannadagsblaðsins um langt ára- bil. öll þessi ár hefur Guðmundur séð um allar greiðslur til verktaka og lánastofnana vegna framkvæmda samtakanna, auk margháttaðrar fyrirgreiðslustarfsemi hjá sömu aðilum vegna þeirra. Traustari og betri samstarfsmann en Guðmund H. Oddsson gat ég ekki hugsað mér og hafa þó margir afburðamenn myndað hlekki þeirrar traustu keðju sem velferðarsamtök þessi eru nú. Fyrir störf sín hlaut Guðmundur margskonar viðurkenningu um ævina. Hann var sæmdur Fálkaorðunni 1968 og einnig hlaut hann gull- heiðursmerki Sjómannadagsins um líkt Ieyti. Nokkru fyrir síðasta sjómannadag var ein- róma samþykkt í stjóm okkar að óska eftir því við Guðmund að hann tæki fyrstu skóflustung- una að nýframkvæmdum samtakanna í Garða- bæ. Þetta gerði hann við athöfn sem fór fram laugardaginn 4. júní. Með þessu var formlega hafist handa um byggingu fyrir áfanga þeirra vernduðu þjónustuíbúða aldraðra, sem þar á að byggja og njóta eiga öryggis og þjónustu frá Hrafnistu í Hafnarfirði. Með þessari fram- kvæmd er að rætast nær 30 ára gamall draumur Sjómannadagssamtakanna um skipulagt hverfi einstakra íbúðarhúsa aldraðra, sem ættu þaðan aðgang í næsta nágrenni að stigvaxandi þjónustu og umönnun, þegar heilsu hrakaði. Þessari stefnu vildi Guðmundur hrinda í framkvæmd. Hann sá í sínu táknræna verki, skóflustungunni, hilla undir að þessi gamla framtíðarsýn væri að rætast. Hinn 6. september 1936 kvæntist Guðmund- ur Laufeyju Halldórsdóttur ættaðri frá Jörfa á Kjalarnesi. Þegar Guðmundur varð sextugur komst ég svo að orði í stuttri afmælisgrein, að margháttuð og tímafrek störf eins og hann hefði unnið væru ekki framkvæmanleg nema með góðum sam- starfsmönnum en þó öllu frekar vegna skiln- ingsríkrar og dugmikillar eiginkonu, sem axlaði með honum þau störf sem á manninn hlóðust, og gildir þetta ekki síður um eiginkonur þeirra sem ég hefi þegar minnst. Þau hjón eignuðust fjögur börn. Elst þeirra er Helga gift Finnbirni Hjartarsyni prentsmiðju- stjóra, þá kom Oddur sem lést aðeins 13 ára að aldri af slysförum í Vestmannaeyjum. Halldór arkitekt er kvæntur Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Yngstur er Gunnar kvæntur Sigrúnu Einars- dóttur. Börn þeirra systkina eru tíu að tölu og barna- barnabömin orðin tvö. Við lát Guðmundar H. Oddssonar er lokið langri og merkri vegferð góðs manns. Ég hefi oftar en einu sinni haft á orði að Guðmundur væri góður maður, sem lét hjálpsemi sína við þá sem minna máttu sín, koma fram á margan hátt. Um slíkt voru ekki höfð mörg orð, enda ekki dregið fram þegar litlir karlar gerðu veður af Guðmundi. Slík él stóð hann af sér sem önnur og stóð beinni eftir. Með Guðmundi H. Oddssyni er fallinn frá einn besti maður sem íslensk sjómannastétt hef- ur átt. Góður stjórnandi, fastur fyrir en sann- gjarn. Hann var höfðingi, en mannlegur. Stundum hrjúfur í framkomu, en þeir sem til þekktu, vissu að undir sló hlýtt hjarta. Missir margra er mikill við fráfall hans. Gamla fólkið að Hrafnistuheimilunum átti í honum góðan vin. Gamlir vinir af Vestfjörðum og skipsfélagar áttu hauk í horni þar sem hann var. Sjómannadagssamtökin sem Guðmundur helgaði starfskrafta sína alfarið síðustu árin, hafa misst mikið við fráfall hans. En minningin um gott samstarf í anda vináttu og sameiginlegs áhuga á framgangi þeirra mála sem unnið var að, verður hvati og leiðarljós þeirra sem við störfum hans taka. Missir okkar er mikill en missir eftirlifandi eiginkonu barna og annarra fjölskyldumeðlima er þó sársaukamestur. En sorgin firnist. Eftir stendur minningin um góða og mæta menn sem lögðu ótrúlega mikið starf að mörk- um til að gera landið okkar byggilegra og skapa óbornum betri framtíð um leið og þeir báru skjöld fyrir þá sem minna máttu sín við vottum aðstandendum samúð okkar og blessum minn- ingu þessara heiðursmanna með því að rísa úr sætum. Jiílíus Kr. Ólafsson Júlíus Kr. Ólafsson, fyrrverandi yfirvélstjóri, fæddist þ. 4. júlí 1891 að Stóru-Fellsöxl í Skil- mannahreppi, Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson, bóndi þar og Ás- gerður Sigurðardóttir, bæði ættuð úr Borgar- firði. Aldamótaárið fluttust foreldrar Júlíusar til Reykjavíkur ásamt 8 börnum sínum. Þau keyptu gamlan steinbæ sem kallaður var „Tobíasarbær“ og stóð innarlega við Lindar- götu, en hefir því miður verið rifinn nýlega, þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en þröngt máttu sáttir sitja í þá daga. Júlíus byrjaði ungur að róa á árabát með föður sínum og bræðrum til grásleppu og þorskveiða. En ekki var hann ánægður með að dorga uppí landssteinum til lengdar, því hann vissi að sá guli var utar og hefir kannski hugsað eins og þjóðskáldið „Hve skal lengi dorga, drengir, dáðlaus upp við sand?“ Honum varð að ósk sinni fyrr en varði, því að vorið sem hann var fermdur réðist hann kokkur á skútuna, „Goldenhope“. Síðan var hann á skútunni „Valtý“ fram til ársins 1908. í janúar 1909 bauðst honum að verða kyndari á togaranum „Marz“ og réðst hann til starfa þar í eitt ár, en fór þá til starfa í vélsmiðju og síðan í nýstofnaðan vélskóla, sem var deild í Stýri- mannaskólanum. Hann var einn af sex fyrstu nemendum, sem útskrifuðust úr Vélstjóraskól- anum 1913. Næstu þrettán árin var Júlíus vélstjóri á tog- urum, fram til ársins 1926, en þá réðst hann til starfa við kolakranann í Reykjavík, sem þá var nýr af nálinni. Hann stjórnaði krananum í þrjú ár, eða fram til 1930, en þá réðst hann til Skipaútgerðar ríkisins. Hann var sendur út til Svíþjóðar, til að sækja skip, sem útgerðin hafði þá fest kaup á og hlaut nafnið „Súðin“. Á gömlu Súðinni, eins og skipið var venjulega nefnt, var Júlíus I. vélstjóri mest allan þann tíma sem það happaskip var í eigu Islendinga, eða fram til ársins 1946. Þá varð Júlíus I. vélstjóri á varðskipum ríkis- ins fram til ársins 1956, en þá varð hann að láta af því starfi vegna aldurs. Þegar í land kom gerðist hann skipaeftirlits- maður Landhelgisgæslunnar fram til ársins 1962. Ekki vildi hann vera aðgerðarlaus til lengdar og réðst því til Hafskip h/f og starfaði þar við vélaeftirlit fram yfir áttrætt. Júlíus var einn af stofnendum Vélstjórafélags Islands og í stjórn þess frá 1920 til 1946 og aftur 1949 til 1954. Varaformaður félagsins var hann nál. 20 ár og fulltrúi þess í mörgum samninga- nefndum. Hann var einnig í stjórn Farmanna- og fiskimannasambandsins og fulltrúi í Sjó- mannadagsráði frá 1940. Heiðursfélagi Vél- stjórafélags Islands var hann kjörinn 1956 og sæmdur var hann heiðursmerki Sjómannadags- ins árið 1961. Júlíus kvæntist 26. maí 1916 Elínborgu Kristjánsdóttir útvegsbónda á Sólmundarhöfða í Ytri-Akurneshreppi, Guðmundss. Ungu hjónin bjuggu á Lindargötunni hjá Ólafi, föður Júlíus- ar þangað til þau fluttu í nýtt hús, sem Júlíus reisti á Öldugötu 30. Þar bjó Júlíus síðan í rúm fimmtíu ár, þar til hann fluttist á Hrafnistu haustið 1977. Konu sína, Elínborgu missti Júlíus í nóv. 1965. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og eru þau þessi: Kristján, loftskeyta- maður hjá Landhelgisgæslunni Loftur, skip- stjóri og síðast formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins öldunnar og Sigrún, húsfrú í Reykjavík. Ennfremur ólu þau hjón upp frá 7 ára aldri sem sitt eigið barn Ingibjörgu Magnúsdóttur systurdóttur Júlíusar. Júlíus varð fyrir þeim þunga harmi að missa báða syni sína með þriggja mánaða millibili í blóma lífsins árið 1974. Þetta var mikið áfall fyrir mann á níræðisaldri, en Júlíus var trú- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.