Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Síða 27

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Síða 27
I þeirra ætt er skips- vélin heimilisvél lim vélstjóraættina írá Dýrafirði Það er ekki óalgengt á íslandi, fremur en í öðrum löndum, að ættir tileinki sér sérstakt starfssvið, mann fram af manni. Venjur af þessu tagi og dæmi má finna í fjölmörgum löndum. Sonur tekur við af föður. Og svo gengur það koll af kolli. Auðvitað var þetta algengast í landbúnaði. Erfðalög landanna voru að því sniðin. En á sama hátt lagðist sjómennska í ættir, einnig verslun og útgerð. Og það sama má greina í mörgum starfsstéttum öðrum. Ef dæma skal leita á íslandi, má til dæmis minna á Högna presta- föður, eða séra Högna Sigurðsson (1693—1770). En af 17 börnum þeirra hjóna, Högna og konu hans Guðríðar Pálsdóttur (1694—1762) urðu átta prestar, og segja bækur að þeir hafi verið á Breiðabólsstað á Jónsmessu hjá föður sínum, allir í fullum prestsskrúða, og sagt er að þeir hafi allir komið hempu- klæddir á prestastefnu á alþingi, líklega sama ár. Svipuð dæmi má nefna nær í tíðinni, en þeim sleppum við hér. Á íslandi eru til margar jarðir, þar sem sama ættin hefur búið samfleytt í nokkur hundruð ár. Og dæmi eru um formannshæfileika í ættum víða. I þilskipasögunni höf- um við einnig dæmi, svonefnda Auðunsbræður, vaska syni hjón- anna Vilhelmínu Þorsteinsdóttur og Auðuns Sæmundssonar, skip- stjóra frá Minni-Vatnsleysu, en Guðbjartur Guðbjartsson, yfirvélstjóri á V/SÓÐNI. synirnir urðu flestir togaraskip- stjórar og dæturnar giftust einnig í þá stétt manna. En nóg um það. — En einnig eru til vélstjóraættir á íslandi og verður hér farið nokkrum orðum um eina þeirra. Niðja Guðbjarts, bónda Björnssonar á Læk í Dýra- firði. Gufuvélgæslumannafélag Reykjavíkur Það er fremur örðugt að segja til um það upp á dag, hvenær ís- lendingar fóru fyrst að stjórna gufuvélum, eða vélum í skipum. Þó hefur það líklega verið á er- lendum skipum til að byrja með, en í upphafi þessarar aldar voru þó til allmargir menn hér á landi, er kunnu fyrir sér í vél, þótt Vél- skólinn tæki ekki til starfa fyrr en árið 1911, en þá var Vélskólinn deild í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Var þegar ráðinn vél- fræðikennari, M.E. Jessen og upp frá því varð Vélstjóraskólinn til, eftir nokkur átök við stjórnvöld, eins og gerist og gengur, en fyrstu lærðu vélstjórarnir voru þeir Hallgrímur Jónsson, Bjarni Þor- steinsson og Gísli Jónsson, sem síðar urðu allir þjóðkunnir menn. Vélstjórastéttin var þó eldri en þetta. Þessir menn höfðu numið vélstjórn með ýmsum hætti. Flest- ir hallast þó að því að á gufuvélar hafi íslendingar lært af Norð- mönnum, enda segir svo í 50 ára afmælisriti Vélstjórafélags ís- lands, en félagið var stofnað árið 1909, og hélt því upp á 75 ára af- mæli sitt í ár. Þar segir í upphafi ritsins: En flestir þessara fyrstu íslensku vélgæslumanna, eins og þeir al- mennt voru þá kallaðir, höfðu komist í snertingu við norska vél- stjóra á hvalveiðiskipum, sem héðan voru gerð út um og eftir aldamótin. Þeir höfðu starfað með Norðmönnum að gæslu og við- haldi gufuvéla og einnig kynnst skoðunum þeirra. Norskt mál var þeim nærtækara til skilnings en enskan, sem þeir kynntust síðar. Og af Norðmönnum hafa þeir kynnst þeim félagshræringum á SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.