Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 102

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 102
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 100 um veit ég ekki, en þegar hér var kom- ið átti ég eftir að vera rúma viku í húsinu, en um það hafði ég enga hug- mynd þá.“ Listir sjónhverfingamanna „Næsta dag fórum við snemma upp á vellina kringum Howrahspítalann, því okkur hafði verið sagt að þar væri margt að sjá. Þegar við komum þangað var fyrir fjöldi fólks að horfa á fakíra, loddara og leikfimi sem Hindúar sýndu; hef ég hvorki fyrr né síðar séð slík stökk hjá mennskum mönnum og ég sá þar. Loddararnir sýndu listir sínar og voru naktir meðan á sýningunni stóð, svo hér gátu engin brögð verið í tafli, hvorki teygjubönd, tvöfaldir hattar né annað þess háttar, sem hvítir sjón- hverfingamenn nota við sýningar. Það sem ég sá var of margt til að lýsa því fyrir heiðruðum lesendum, of margbrotið til þess að ég skildi það, og þannig framkvæmt að enginn tryði, þótt ég reyndi að útskýra af besta vilja og mætti. Aðdáun hinna mörgu hvítu manna sem þarna voru viðstaddir var mikil, og fallegir voru sumir listamennirnir. Nýir og nýir menn sýndu listir sínar og fyrir augu okkar bar hvert undrið á eftir öðru. Ég spurði enskan mann sem hjá mér stóð hvort hann skildi hvernig margt af því sem fyrir augu bar gæti átt sér stað og kvað hann nei við því. Þá sneri Hindúi einn sér að okkur og ávarpaði okkur á ágætri ensku. Sagði hann okk- ur að ýmsar listir Indverja væru að öllu gleymdar og að öllum líkindum þær sem skarað hafa fram úr. Hann sagði okkur að ýmsar ættir kynnu sér- stakar listir og sjónhverfingar, en það væri leyndardómur hverrar ættar fyrir sig, sem aldrei væri opinberaður. Þeg- ar svo bæri til að einhverjir væru sam- tímis uppi af slíkri ætt, sem einhverra hluta vegna gætu ekki lært listirnar, þá gleymdust þær og enginn gat sýnt þær eftir það, þ.e. þær dóu út. Hann gat þess einnig að á fyrri öld- um hefðu verið miklu meiri lista- og sjónhverfingamenn uppi en nú á dög- um. Þessar útskýringar hans komu mér til að hugsa um Moses og speki hinna fornu Egypta. Að þessir fornaldarinn- ar menn hafi verið framarlega í allri verkfræði sýna píramídarnir í grennd við Kairó og að dökkir menn séu byggingameistarar og smekkmenn sýnir best minnisvarðinn „Tai Mahal“ í Agra, sem almennt er álitinn fegursta smíði sem til er í heimi, og er þá mikið sagt. Hversu voldugir hafa ekki þeir menn verið sem skipað hafa að byggja slíkt? í fyrsta skiptið sem ég horfði á þess- ar sjónhverfingar gat ég ekki gert mér grein fyrir neinu af því sem ég sá, en árið 1891 og 92 var ég nokkrum sinn- um í Asíu (fór þá Suezskurðinn) og sá þá sjónhverfingar sem voru mér jafn óskiljanlegar og þær sem ég horfði á í fyrsta skipti, en auk þess sá ég Hindúa margoft dáleiða (hypnotisera) félaga sína og réði af því að fyrsta verk sjón- hverfingamannsins væri að dáleiða alla áhorfendur. 1886 vissi ég ekki hvað dáleiðsla var, en tveimur árum síðar sá ég dá- leidda menn á leikhúsi (varieté) í London.“ Veikindi - á Howrah-spítala „Baróninn og ég vorum í djúpum hugleiðingum uppi á þaki okkar um kvöldið og töluðum mikið um allt það sem við höfðum séð þennan dag, og snerist talið svo að frásögn gamla testamentisins um Moses og hans verk. Við höfðum eignast rommflösku um kvöldið og gæddum okkur á inni- haldi hennar í næturkyrrðinni, og eftir því sem í flöskunni lækkaði, eftir því urðum við gramari við sjálfa okkur af að hafa asnast út í ferðalag sem aðeins færði okkur sorg í stað þeirrar gleði sem við bjuggumst við. Við játuðum hvor fyrir öðrum að okkur iðraði þess að hafa stokkið frá siðuðum mönnum til þess að lenda á þeim stað sem við vorum nú, einmana meðal svert- ingja, mörg þúsund mílur að heiman. Við kviðum báðir fyrir hinni miklu sjóferð til Norðurálfunnar eða Amer- íku og höfðum oft heyrt talað um hina voðalegu storma sem geysuðu um Bengalflóann, fyrir og eftir jafndæg- ur, jregar monsoon breytti stefnu. Ut frá þessum raunalegu hugleið- ingum sofnuðum við og vöknuðum við sömu umferð og daginn áður. Heilir herskarar fóru eftir „Grand Trunk Lane“, niður að Hugli og fjöldi nauta dró kerrur, hlaðnar því sem fórna átti í fljótið. Við vorum allan daginn að horfa á sjónhverfingar og margt annað sem fyrir augu okkar bar og vorum bæði þreyttir og utan við okkur er við kom- um heim. Þriðja daginn fór á sömu leið, við vorum uppi á völlunum við Howrah- spítalann og horfðum þar á fakírana og annað er sýnt var. Um klukkan 3 eftir hádegi var ég svo lasinn að ég réð af að fara heim og ætlaði varla að komast þá leið. Ég skalf og nötraði sem hrísla og þó var steikjandi hiti. Kínin átti ég ekki og hvorki vissi ég hvar ég átti að leita hjálpar né heldur hafði ég peninga til að greiða fyrir læknishjálp eða meðöl. Ég komst þó einn heim, því barón- inum hafði ég týnt - lagði mig þegar fyrir uppi á þaki og sofnaði. — Það var komið myrkur þegar vinur minn kom. Hann hafði leitað mín lengi og sagðist hafa haldið að ég hefði farið mér að voða. Ég sagði honum hve veikur ég væri og að ég þyrfti að sofa, það væri það eina sem mig langaði til. - Þetta var kvöldið hinn 25. mars. - Ég sofnaði þegar og svaf 26. og 27.: - gerði ekk- ert annað en sofa og vildi aðeins sofa. Mat bragðaði ég ekki, en baróninn gaf mér kokoshnetumjólk að drekka; það var öll næringin. Nóttina milli 27.-28. var ég glað- vakandi, með fullu ráði, og reyndi að hreyfa mig um þakið, en svo máttlaus var ég að ég hneig niður hvað eftir annað. Ég sagði nú vini mínum að hér mundi ég deyja ef ekkert væri aðhafst og bað hann um að hafa einhver ráð til þess að hjálpa mér upp á Howrah- spítalann, ef ske kynni að læknar hans gerðu eitthvað fyrir mig. Hann kvaðst ekki hafa önnur ráð en ganga með mér og styðja mig á leiðinni (það er um 1 kílómetri). Hann gaf það ráð að leggja af stað áður en sól kæmi á loft, því þá væri svalast. Undir morgun bjó ég mig á stað, hafði sjóferðavottorð mitt í vasanum - það var passinn - og svo var lagt út í óvissuna. - Um Price kærðum við okkur ekkert, honum var og farið að standa á sama um okkur. Lengi vorum við á leiðinni og klukkan var orðin átta er við komum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.