Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 16

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 16
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 14 nýtt hjúkrunarheimili hrafnista hafnarfirdi Nýja hjúkunarheimilið. íbaksýn gnæfir eldri byggingin. Einhver besta aðstaða fyrir aldraða sem fyrir fínnst „Nú - þegar bæði A og B álman hafa risið - þori ég að segja að á heimilinu sé að finna eina bestu aðstöðu fyrir aldraða sem fyrir finnst, ekki aðeins hér á landi, heldur einnig þótt víðar væri leitað. Hér er satt að segja alla þá þjónustu að finna sem eitt bæjarfélag þarf á að halda: Þarna er hársnyrting og fótsnyrting, barnaheimili, eldhús og endurhæfing, læknisþjónusta, verslun, kapella, föndur- og iðjuþjálf- un og samkomusalir. Dagvistun handa öldruðum er líka fyrir hendi. Hjúkrunarheimilið var upphaflega ætlað fyrir 86 manns og hannað sem slíkt. Það er á þrem hæðum og eru þar þrjár hjúkrunardeildir sem rúma 30 vistmenn hver. A hverri hæð er setu- og borðstofa og er það breyting frá Hrafnistu í Reykjavík þar sem aðeins er einn borðsalur. Reynt er að koma öllum sjúklingunum fram á matmáls- tímum og verður það auðveldara með slíkri deildaskiptingu. Loks má geta þess að 30 manna deild á Hrafnistu í Hafnarfirði er helmingi stærri en á Hrafnistu í Reykjavík, húsin hafa stækkað svo mikið. Þetta má líka skýra þannig að 500 fermetrar samsvari 1000 fermetr- um í Hafnarfirði. Má nærri geta hve slíkt eykur á vellíðan vistmanna. Hjúkrunarálman er um 6000 fermetrar og um 22000 rúmmetrar. A og B álm- urnar eru samtals um 12000 fermetrar og um 45000 rúmmetrar, enda er Hrafnista í Hafnarfirði með stærri byggingum á höfuðborgarsvæðinu. Minnast má á að þaki A álmunnar hef- ur verið lyft og komið þar fyrir 12 íbúðum og hefur húsið enn stækkað við það. Svona miklar byggingar eru auðvitað margflóknar, bæði hvað við- hald og rekstur snertir.“ Hjúkrunarheimili verður að vera heimili fólksins er þar dvelur „Þá vil ég benda á að hjúkrunarheim- ili verður að vera heimili fólksins sem þar dvelur. Hönnun þess kann því að vera erfið. Þarna er sjúku fólki ætlað að búa og það þarf læknismeðhöndl- un. Yfirleitt er þetta síðasti áningar- staðurinn og skiptir miklu máli að yf- irbragðið sé vistlegt og að fólki finnist það ekki vera komið á spítala. Leitast er við að fela eftir föngum skolher- bergi, língeymslur og annað sem verður að vera. Þótt ekki sé hægt að láta þetta hverfa með öllu má eigi að síður búa svo um að það sé huggulegt og róandi að sjá. Þá hefur mikið verið rætt um stærð vistherbergja, en vistherbergi má ekki vera of stórt og ekki heldur of lítið. Það er að mikið atriði að fólk geti alltaf tekið eitthvað með sér að heim- an - kommóðu, stól, myndir og slíkt. Þannig slítur það ekki alveg samband- ið við það sem það hefur búið við í gegnum áratugina. Hér þarf því að finna rétta milliveginn.“ Hví ekki að nýta það enn betur sem þarna er í boði? „Nú er í undirbúningi að reist verði nýtt þriggja hæða hjúkrunarheimili með þremur deildum. Astæðan er hve sú aðstaða sem fyrir hendi er þegar er rekin á hagkvæman hátt og hve fjöl- breytt hún er. Hví skyldi húsrými ekki einmitt aukið á þessum stað, svo fólk megi hafa not af öllu því sem þarna er í boði? Víst hefur verið rætt um hvort reisa eigi minni heimili vítt og breitt á höf- uðborgarsvæðinu. En það er alveg ljóst að þar yrði ekki hægt að veita nærri sambærilega þjónustu. Að auki verður öll þjónusta ódýrari með því að byggja við Hrafnistu í Hafnarfirði. Það skiptir ekki litlu máli, þar sem vitað er að þessi málaflokkur verður mjög þungur fjárhagslega í framtíð- inni. Til þess að gera þennan nýja áfanga sem ódýrastan í byggingu er ætlunin að byggja aðeins þrjár hjúkrunardeild- ir, eins og ég sagði, með 30 manns á hverri deild. Þar þyrfti enga svokall- aða stoðstarfsemi eða rými fyrir al- menna þjónustu - hún er öll fyrir hendi í gamla húsinu, þótt víst gæti þurft að koma til einhverra breytinga. Þarna er því um hús að ræða sem yrði ódýrt bæði í byggingu og rekstri, en kostnaður er áætlaður 500 milljónir. Frumhugmyndir að byggingunni eru tilbúnar, en þær voru gerðar 1992 og kynntar á fyrra ári. Lögð var inn umsókn um rekstrarleyfi í janúar 1993 en dráttur hefur orðið á í bili að það leyfi fáist. Húsinu verður svo fyrir komið að það skyggi sem minnst á útsýni. Þær byggingar sem þegar eru komnar eru gífurlega stórar og verður að leitast við að nýja húsið, sem er 4000 fermetrar, verði sem fyrirferðar- minnst í landinu. I nýja húsinu sjálfu hefur einnig verið lögð áhersla á gott útsýni og á efstu hæð þess verður fundarsalur eða kannske kapella. Guðþjónustur Víðistaðasóknar voru um skeið haldnar í matsalnum á Hrafnistu áður en kirkjan var reist og er því rík hefð fyrir guðsþjónustuhaldi á heimilinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.