Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 80
SJÓMAN NADAGSBLAÐIÐ
78
Sjóslys og drukknanir
frá 23. júlí 1993 til 20. janúar 1994
1993
23. júlí
Fórst Höskuldur Heiðar Bjarnason
Bjarkargrund 36 á Akranesi. Hann
var einn á veiðum með haukalóð á
bátnum Þuru AK. Ekki er vitað
hvernig slysið vildi til, en lík hans
kom upp með lóðinni þegar hún var
dregin. Höskuldur lœtur eftir sig
sambýliskonu og son.
1. desember
Fórst Gísli G. Kristjánsson, 51 árs, til
heimilis að Bókhlöðustíg 3, Stykkis-
hólmi, er báti hans Önnu SH hvolfdi
í mynni Hvammsfjarðar. Talið er að
ígulkerjaplógur sem Gísli heitinn var
að nota hafi fest í botni og á þann
hátt hvolft bátnum. Hann lœtur eftir
sig eiginkonu, tvœr dœtur og eina
fósturdóttur.
1994
10. janúar
Fórst Geir Jónsson, 39 ára, Ofanleiti
9, Reykjavík, þegar hann tók út af
Goðanum í brotsjó á strandstað í
Vöðlavík. Sex mönnum var bjargað
af þyrlu Varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli. Geir lœtur eftir sig eigin-
konu og þrjú börn.
20. janúar
Fórstjón B.Andrésson f. 30. sept-
ember 1937, Brekkugötu 36, Þing-
eyri, þegar Máni IS 54 sökk 11 mílur
vestur af Barða. Báturinn fékk á sig
brotsjó í vondu veðri, komust allir
skipverjarnir þrír í gúmmíbát, en
einn þeirra var látinn þegar Sigur-
von IS 500 kom að. Jón lœtur eftir
sig konu og sex börn.