Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 83

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 83
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 81 Kanadiski túndurspillirinn SKEENA á strandstað við Viðey. sjóliðar sem allir farast. Sumir þeirra drukkna en aðrir krókna úr vosbúð og kulda. Lík þeirra finnast í Viðey en flestra undan bænum Mógilsá á Kjal- arnesi, þar sem flekana rekur að landi. Lík eins finnst ekki. Minningarathöfn og útför sjóliðanna sem fórust af Ske- ena fór fram með mikilli viðhöfn hinn 28. október og þeir jarðsettir í Foss- vogskirkjugarði. Meðal þeirra var sjómaður, A. Un- ger að nafni, 21 árs gamall, og í minn- ingu „Abe, yfirmanna hans, skipsfé- laga, fjölskyldna og vina“ hefur bróðir hans Isaac Unger gefið út bókina „Skeena Aground“, þar sem saga skipsins er rakin bæði í friði og stríði. Fyrir þetta björgunarafrek var Ein- ari afhent skrautritað heiðursskjal í nafni Georgs VI. Bretakonungs og einnig var hann sæmdur heiðursorðu og nafnbótinni „MBE-Member of the British Empire“. En hver urðu svo endalok Skeena? Þrír stórhuga íslendingar, þeir Ársæll Jónsson kafari, Guðbjörn Þorbjörns- son forstjóri og Páll Einarsson vél- stjóri keyptu skipið á strandstað, og um haustið náðist það á flot. Var það dregið inn að Gelgjutanga, og þar var það hoggið og bútað niður í brotajám. Það mun hafa verið 1943 eða 1944 að framhluti Libertyskips fannst á reki mannlaus úti af Vestfjörðum eða suð- ur af landinu að sumra sögn. Þessi risastóri framhluti var dreginn til Reykjavíkur og komið fyrir undan Gelgjutanga. Skip þetta var amerískt og hét John Randolph. A árunum 1944 eða 1945 var Bátanaust stofnsett og úthlutað landrými við Gelgjutanga, en þar var þá vélaverkstæðið Keilir fyrir. Á fyrstu árum Bátanausts var trésmíðaverkstæðið um borð í skips- flakinu á meðan verið var að koma upp aðstöðu þar á svæðinu, húsnæði og svo sjálfri dráttarbrautinni. Til gamans og fróðleiks má geta þess að akkerisspilið úr John Randolph var sett upp við slippinn og notað sem dráttarspil við sjálfan sleðann er bátar voru teknir á land eða sjósettir. Eins og fyrr segir var tundurspillirinn Ske- ena fluttur til niðurrifs inn að Gelgju- tanga. Og árin liðu. Sennilega hefur það verið 1952 að búið er að koma öllum hlutum, járni sem og öðru úr Skeena um borð í John Randolph, en þetta hafði allt verið selt til Englands í brotajárn. Tveir enskir dráttarbátar leggja upp með þennan þunga og erf- iða farm í drætti. Þegar skipin nálgast strendur Skotlands slitna dráttartaug- arnar. John Randpolph rekur á land, kennir grunns, rifnar og hverfur þarna í djúpið við klettótta ströndina. Þarna tapaðist það sem eftir var af ameríska Libertyskipinu og brotajárnið úr Ske- ena. Það sem hér hefur verið ritað er að mestu ófullnægjandi, og því er borin fram sú fróma ósk til þeirra er þetta lesa og vita betur að hafa samband við greinarhöfund. Frá Gelgjutanga árið 1946. Tundurspillirinn Skeena bíður niðurrifs og framhluti Li- bertyskipsins John Randolph. Á myndinni sést í stefni og hvalbak á íslenskum togara sem þarna er í klössun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.