Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 21
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
19
miðað við kjör háseta áður en reglu-
gerð útgerðarmanna var sett. Hins
vegar telur hann að eina krafa háseta
sem sé ný, sé krafan um kaupgreiðslu
í peningum. Áður höfðu sjómenn ætíð
fengið laun sín greidd með því að taka
út vörur hjá kaupmönnum sem í flest-
um tilfellum voru jafnframt vinnu-
veitendur þeirra. í lok greinarinnar
kemur í ljós að hásetar óttast ekki
hugmynd Fjallkonunnar um að ráða
megi háseta frá Færeyjum, þeir telja
sig ekki geta unnið á þilskipunum
samkvæmt reglum útgerðarmanna.
Fleira hafa Reykjavíkurblöðin ekki að
segja um stofnun stéttarsamtaka sjó-
manna haustið 1894.
Hugmynd tveggja nemenda
Stýrimannaskólans
Um upphaf og starf Bárufélagsins fyr-
stu árin er aðeins hægt að styðjast við
frásagnir sem færðar voru í letur
löngu síðar. Pétur G. Guðmundsson
rekur sögu félagsins í stórum dráttum
í tíu ára starfssögu Sjómannafélags
Reykjavíkur. Hann getur ekki um
heimildir eða heimildarmenn og óvíst
hvort elstu fundargerðirnar voru þá
glataðar. Að líkindum byggir hann á
frásögn Ottós N. Þorlákssonar, Geirs
Sigurðssonar og fleiri stofnenda.
Heimildir hans eru nokkuð ótraustar,
þar sem 30 ár eru liðin frá því er at-
burðirnir gerðust, og upplýsingamar
Jón Jónsson, fyrsti formaður Bárunnar.
Geir Sigurðsson, í fyrstu stjórn
Bárunnar.
hafðar eftir öðrum. Aðrir sem ritað
hafa um Bárufélögin styðjast við frá-
sögn Péturs.
Auk þess hafa birst viðtöl við Ottó
N. Þorláksson um Bárufélögin, en þau
eru því miður höfð þegar hann er
kominn á efri ár. Þó eykur það heim-
ildagildi frásagna Ottós, hve vel hon-
um entist skýr hugsun og minni, og
ýmsar munnlegar upplýsingar hans á
efri árum um Bárufélögin hafa komið
vel heim við fundargerðir þess 1902-
1910, þótt langt væri liðið frá því hann
hafði þær undir höndum. Við ofan-
greindar heimildir verður að styðjast í
eftirfarandi lýsingu, þar eð þær kom-
ast næst atburðunum, þótt þær séu
yngri heimildir en æskilegt væri.
Tveir nemendur Stýrimannaskól-
ans, þeir Ottó N. Þorláksson og Geir
Sigurðsson, virðast fyrstir hafa hafist
handa um stofnun Bárunnar í þeim
tilgangi að mæta aðgerðum útgerðar-
manna. Þeir leituðu liðsinnis Jóns
gagnfræðings Jónssonar þar eð þeir
áttu sjálfir erfitt með að hafa forystu á
hendi vegna námsins.
Þeir þrír hafa síðan athugað undir-
tektir háseta í Reykjavík og boðað til
fundar á veitingastaðnum Geysi
(Skólavörðustíg 12) 14. nóvember kl.
8 e.h. Þar komu um 30 sjómenn. Þar
voru félaginu sett lög og skipuð
þriggja manna stjórn sem var þannig
skipuð: Jón Jónsson formaður, Hafliði
Tryggvi Gunnarsson, forystumaður út-
gerðarmanna.
Jónsson og Geir Sigurðsson. Pétur G.
Guðmundsson lét í bók sinni prenta
lög félagsins, en vafasamt er hvort
það eru upphaflegu lögin. Þar segir
um tilgang félagsins í 2. grein: „Aðal-
stefna félagsins er að auka og við-
halda velmegun og réttindum sjó-
manna yfir höfuð.“
„Vei þeim fólum sem frelsi
vort svíkja...“
í grein um Sjómannafélagið Báruna
sem Ottó N. Þorláksson birti í Þjóðólfi
tveimur árum eftir stofnun félagsins
ritar hann um markmið þess og vitnar
í ,,grundvallarsetningu“ félagsins:
„Aðaltilgangur félagsins er: að bæta
hagsmuni þilskipaháseta á Islandi,
jafnframt því sem félagið lætur sér
annt um velgengni allra sjómanna yfir
höfuð.“ Utgerðarmenn eða kröfur
gegn þeim eru „hvergi nefndar á nafn
í lögum félagsins,“ segir Ottó og
bendir orðalagið í 2. grein til þess að
Pétur hafi haft yngri gerð laganna
undir höndum. Þau félagssamtök sem
forgöngumennirnir þekktu best til
voru Góðtemplarareglan, sem þá var
mjög útbreidd meðal alþýðu manna,
og byggðu þeir á reynslu þaðan við
félagsstörfin. Að fundi loknum gengu
l'undarmenn fylktu liði niður Skóla-
vörðustíg og sungu: „Vei þeim fólum
sem frelsi vort svíkja...“.