Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 78
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
76
Alda ríðuryfir miðju olíuskips á legunni íHvalfirði.
íslandsstrendur og var verið að fara
með þá út aftur. Við hrepptum aftaka-
veður strax eftir að lagt var af stað frá
Reykjavík. Þegar við vorum stödd
skammt undan Vestmannaeyjum fékk
skipið á sig brotsjó og sjór komst í
vélarrúmið. Vélar skipsins stöðvuðust
og töluverðar aðrar skemmdir urðu á
því, m.a. gáfu sig festingar fyrir björg-
unarbáta sem fóru í sjóinn. Ég var í
fastasvefni þegar þetta gerðist og
hrökk upp, en herbergisfélagi minn,
sem var sænsk þerna á skipinu og
hafði verið til sjós í um 30 ár, sagði
mér að taka þessu bara rólega og fara
að sofa aftur, skipið hefði fengið á sig
smá brot.
Fyrir borð
En það voru því miður ekki allir jafn
heppnir og ég. Einn Grikkjanna sem
greinilega varð mjög skelfdur í öllum
látunum og taldi að skipið hefði orðið
fyrir árás, henti sér fyrir borð í björg-
unarvesti sínu. Þrátt fyrir mikla leit
tókst okkur ekki að finna hann aftur.
Eftir að vélar skipsins höfðu verið
gangsettar að nýju hélt Lyra áleiðis til
Reykjavíkur. Áður en til hafnar kom
var skipinu snúið við og haldið til
Fleetwood í Englandi þar sem skipið
var í viðgerð vegna skemmdanna í þr-
jár vikur.
Rósa, sem er fædd og uppalin í
Reykjavík, stundaði verslunarstörf á
fyrstu árum stríðsins. Þegar hún sá að
auglýst var eftir þernum á farþega-
skipið Lyru ákvað hún að slá til og
sækja um og fékk síðan starfið, þá
aðeins 23 ára gömul. Lyra, sem var
norskt farþegaskip og sigldi áætlunar-
ferðir á milli Bergen í Noregi og
Reykjavíkur á árunum fyrir síðari
heimsstyrjöldina, var vel þekkt meðal
Islendinga.
Þegar Noregur var síðan hernuminn
af Þjóðverjum í apríl 1940 var skipið
statt hér á landi og sneri ekki aftur til
Noregs. Áhöfnin, sem var að stærst-
um hluta norsk, gekk til liðs við
bandamenn og útlagastjórn Norð-
manna og var skipið notað í þeirra
þágu meðan á hersetunni stóð í heima-
landi þeirra.
,,Vissulega hlaut að setja kvíða að
fjölskyldu minni þegar ég tók þessa
ákvörðun. En þetta voru erfiðir tímar
og fólk hafði lítið á milli handanna. Ef
eitthvað bauðst var því tekið, þótt það
gæti talist hættulegt starf,“ sagði
Rósa. ,,Móðursystir mín vildi að mér
yrði bannað að taka þessu starfi en
óhug hafði sett að að henni eftir hið
hörmulega slys þegar línuveiðarinn
Þormóður fórst við Reykjanesið
skömmu áður en ég réð mig á Lyru.
Það voru yfirleitt 4 til 10 skip sem
fóru saman í skipalest þegar farið var
héðan til Englands og voru þau í fylgd
lítilla, breskra herskipa sem kölluðust
korvettur. Mörg þessara skipa sem
voru með okkur í skipalestunum héð-
an voru skip sem voru að koma frá
Ameríku og höfðu viðdvöl hér á leið
sinni til Englands.“
Munaði oft mjóu
Þótt Lyra yrði aldrei fyrir óhöppum af
völdum Þjóðverja þá munaði oft litlu
að illa færi.
„Eitt sinn þegar við vorum að koma
frá Fleetwood og héldum norður með
strönd Englands til áfangastaðar undan
ströndum Skotlands - en þar safnaðist
skipalestin saman áður en haldið var af
stað yfir hafið - heyrðum við skyndi-
lega sprengingu þegar tundurskeyti
hælði danskt flutningaskip sem var að-
eins nokkrum tugum metra fyrir aftan
okkur. Skipið byrjaði þegar að sökkva
en við urðum að halda ferð okkar áfram.
Bresk korvetta sá um að bjarga áhöfn-
inni sem hafði heppnina með sér að
þessu sinni og komst öll lífs af.
Laskað í land
Það voru skýr fyrirmæli um að kaup-
skipin máttu alls ekki hægja á sér eða
stöðva ferðina til að bjarga skipbrots-
mönnum úr sjónum, þar sem skipið
gæti þá orðið auðvelt skotmark fyrir
kafbátana. Sú varð einmitt raunin á
þegar Goðafoss var að bjarga skip-
brotsmönnum og varð þá fyrir árás og
24 íslendingar fórust. I síðustu skipa-
lestarferð okkar yfir hafið í stríðinu
sem var í byrjun maí 1945, varð olíu-
skip fyrir tundurskeytaárás í miðjum
Faxaflóa á leið frá Reykjavík en náði
að komast aftur til hafnar á Islandi.
Mér er líka minnisstæð ferð þegar
við áttum að fara með fiskfarm til
Fleetwood. Við vorum komin rétt suð-
ur fyrir landið þegar skipun kom um
að við yrðum að snúa við og sigla í
vesturátt, þar sem vart hefði orðið
mikilla kafbátaferða Þjóðverja. Við
vorum komin langt vestur á Átlants-
haf áleiðis til Bandaríkjanna þegar við
fengum skipun um að snúa við að
nýju til Englands. Ferðin tók því 12
daga og hún var ekki góð lyktin sem
lagði að vitum okkar þegar lestarlúg-
urnar voru opnaðar á áfangastað. En
fiskinum var öllum landað þrátt fyrir
það og einhverjir gátu gætt sér á hon-
um þótt við hefðum ekki viljað vera í
þeim hópi.“
Milli vonar og ótta
Eins og gefur að skilja hefur þessi