Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 50
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
48
þau tæplega tíu á Neptúnusi. Núna
geta menn sjálfir reiknað verðgildi
sparnaðarins aftur og fram í tima eftir
tilsögn frá Rósmundi Guðnasyni sem
starfar hjá Hagstofu íslands.
Skipstjóri varaður við
í saltfisktúr á Goðanesinu NK-105 ár-
ið 1951 vorum við á veiðum við vest-
urströnd Grænlands, aðallega á Stóra-
Hellefiske- og Lille-Hellefiskebanka.
Veiðitúrinn var langt kominn. Fiski-
ríið síðustu dagana var ákaflega lé-
legt. Farið var að ganga á olíubirgðir
og fannst mér það ekki gæfulegt fyrir
útgerðina ef skipið yrði að fara inn til
Godthap og kaupa þar rándýra olíu af
Dönum.
Eg fór því upp í brú í þeim erinda-
gjörðum að vara skipstjóra við. Til-
kynnti ég honum að olíubirgðir stæðu
þannig að ef hann héldi heim á leið
núna (þá) myndu olíubirgðirnar nægja
til heimferðar. Hann sinnti þessu lítið.
Aðgæsla vélstjórans
varð til þess að olían nægði
Daginn eftir var fiskirí afar lélegt og
tilkynnti ég skipstjóra þá að olíubirgð-
ir væru orðnar alveg í lágmarki til
þess að ná heimsiglingunni. Þá var
hætt veiðum og siglt suður með vest-
urströnd Grænlands áleiðis heim.
Þetta var upp úr hádegi þann dag.
Nú, jæja, nóttina á eftir um kl. 04.00
um morguninn vakna ég við að skipið
hreyfist ekki á öldum, það virðist
komið á kyrran sjó. Fer ég fram úr
koju minni og upp í brú og sé þá að
siglt er inn langan fjörð. Ég sný mér
að skipstjóranum og spyr: „Hvert ertu
að sigla?“
„Ég er að sigla inn í Grönnedal og
ætla að taka þar olíu.“
„Rándýra!“ segi ég, „af hverju“?
„Guðmundur sagði mér að olían
dygði ekki heim.“ (Guðmundur þessi
var annar af kyndurunum hjá mér).
„Er Guðmundur í. vélstjóri hjá
þér,“ sagði ég þá. „Ég er búinn að
tilkynna þér að olíubirgðirnar nægi til
heimferðar.“
Við þessi orð mín var snarsnúið við
180 gráður og haldið út fjörðinn aftur,
heim á leið, út allan þennan langa
fjörð. Siglt var heimleiðis sem leið lá
til Neskaupstaðar.
Á leiðinni sagði ég: „Við getum þá
tekið olíubirgðir í Vestmannaeyjum ef
þarf. Olían er þar allavega ódýrari en
hjá Dönum á Grænlandi."
Á heimleiðinni gætti ég alls til hins
ítrasta svo spara mætti olíuna, en aðal-
vélin var 1000 ha. gufuvél. Gætti ég
hitans á brennsluolíunni til þess að
hún færi í brennsluspíssana á mínum
óskahita, að loftventlar á vélarrúmi
stæðu réttir til þess að ekki blési of
köldu lofti niður í kyndirúmið, að að-
alvélin fengi ekki of blautan damp,
því annars yrði of mikið vatn sem
þéttist. Eimsvalann kældi ég því í lág-
marki. Allt hafði þetta þær góðu af-
leiðingar að ketil-vatns-dælurnar
dældu vatninu mjög heitu inn á ketil-
inn aftur. Allar þessar aðgerðir spör-
uðu mikla olíu.
Siglt var hjá Vestmannaeyjum án
þess að koma þyrfti þar við til að taka
olíu - og til Neskaupstaðar náðum
við. Á skrifstofu útgerðarinnar hitti ég
skrifstofustjórann og hann spyr:
„Hvenær tókuð þið olíu“?
„Við tókum enga olíu,“ segir ég.
„Það getur ekki verið,“ segir hann
þá.
„Jæja, þið fáið þá reikning fyrir
þessari olíu,“ sagði ég.
„Það getur ekki verið að þið hafið
ekki tekið olíu á Grænlandi - túrinn er
búinn að standa í 44 daga,“ sagði
skrifstofustjóri.
Þannig varð olíusparnaður í túrnum
eins og best varð á kosið, en ég fékk
engar þakkir fyrir það.
Jósafat Hinriksson iönrekandi,
vélstjóri ogfyrrum sjómaður.
Starfsfólk Hrafnistuheimilanna
sparar ekki krafta sína í þágu skjólstæðinga sinna
í X uu
a JBMbal i, J
Þann 6. maí sl. héldu starfsmenn
Hrafnistu í Hafnarfirði í 16. skipti
vorfagnað með vistmönnum þar sem
boðið var upp á fjölmörg skemmti-
atriði.
Hrafnistukórinn kom fram og
hljómsveit lék fyrir dansi og milli
atriða. Veitingar allar lagði starfs-
fólkið til, heimabakaðar kökur og tert-
ur. Hér má líta sex af starfskonum á
heimilinu og eru þær talið frá vinstri:
Hjördís Þorsteinsdóttir, Ingibjörg
Hjaltalín, Málfríður Þórhallsdóttir,
Sonja Hulda Ólafsdóttir, Erla Guð-
mundsdóttir og Margrét Halldórsdóttir.
Sem sjá má eru þær klæddar
þjóðbúningi í tilefni af lýðveldis-
afmælisári.