Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 95

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 95
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 93 á milli hennar og varðbátsins, og skip- herra lagði svo fyrir, að Rússanum yrði send kúla. Stýrimaður gerði eins og fyrir hann var lagt, og skaut hann ellefu kúluskotum með nokkru milli- bili, án þess að séð yrði, að skipstjór- inn á Burna yrði þess var. Þó flutu kúlurnar beggja megin við skip hans, og stóðu sjóstrókarnir í loft upp, þar sem þær komu niður. Skipherra kall- aði nú til fyrsta stýrimanns: ,,Er ekki byssan farin að hitna?“ „Jú, dálítið!“ svaraði stýrimaður. „Það er ekki til neins að vera að þessu lengur,“ mælti skipherra enn- fremur. „Eigum við ekki að senda þeim eina enn?“ spurði stýrimaður. „Ojú,“ kallaði skipstjóri. En svo hættum við þessum skratta.“ Stýrimaður miðaði allvandlega, og mun kúlan hafa flogið yfir skipið. Og viti menn: Allt í einu nam það staðar. Það glaðnaði heldur en ekki yfir þeim þremenningunum á varðbátnum. Var stefnt rakleitt að Burna, stansað skammt frá hlið hennar og mælt, hvar skipin voru stödd. Kom í ljós að þau voru átta sjómílur utan við landhelgi. Þarna var sjór ekki eins sléttur og inni á firðinum, og hjálpuðust þeir að því, þremenningarnir, að skjóta út báti. Niður í hann steig stýrimaðurinn einn síns liðs og reri yfir að Burna, en vél- stjórinn stóð reiðubúinn við fallbyss- una. Stýrimaður kleif upp á Burna og batt bát sinn. Síðan fór hann upp á stjórnpall til fúndar við skipstjóra. Hann virtist ekki skilja eitt orð af en- sku stýrimannsins, og greip þá stýri- maður til dráttlistarinnar. Teiknaði hann skip með nót við skipshlið - og síðan annað skip, sem var skammt frá. Síðan dró hann strik frá því skipi í nótina og benti á skipstjórann. En skipstjórinn lét enn eins og hann skildi ekki neitt. Stýrimanni tókst að gera honum skiljanlegt, að þeir varðbáts- menn hefðu þegar tekið að ólöglegum veiðum þrjú rússnesk skip. Þá virtist birta yfir skipstjóranum, og þegar stýrimaður sýndi honum á ný teikn- inguna, benti á hann sjálfan og nefndi síðan Wolna, nafn skipsins, sem hann hafði hjálpað til að draga í sundur nót- ina, kinkaði skipstjóri kolli. Stýri- manni tókst að skýra fyrir honum, að hann ætti að afhenda skipsskjölin, og sótti hann þau umyrðalaust og lét þau af hendi. Þá benti stýrimaður á Faxa- borg, síðan á léttbátinn og loks á skip- stjórann. En skipstjóri hristi höfuðið. Síðan pataði hann mikið og skrafaði góða stund á sinni rússnesku. Stýri- maður varð mjög alvarlegur, benti á byssuna á Faxaborg og kinkaði kolli. Þá stundi skipstjórinn þungan og fór því næst ofan í léttibátinn. Stýrimaður fylgdi honum eftir en var ekki búinn að losa festina, þegar skipstjórinn buldraði eitthvað og þaut upp á skip sitt. Stýrimaður hikaði lítið eitt, en fór síðan á eftir skipstjóra. Hann mætti honum á þilfarinu. Hann var með græna hárgreiðu í hendi, sagði eitt- hvað, leit á stýrimann og sýndi honum greiðuna. Leit svo út, sem skipstjóri hefði aðeins gert sér ferð eftir þessu snyrtitæki, því að nú fór hann um- svifalaust ofan í bátinn og síðan með stýrimanni yfir í Faxaborg. Skipherra sýndi honum þar sjókort, benti á stað- inn, sem skipin voru á, og sýndi hon- um síðan, hvar hann hefði verið stadd- ur, þá er hann hefði aðstoðað Wolna við ólöglegar veiðar. Skipstjóri athug- aði kortin af gaumgæfni, tuldraði eitt- hvað annað veifið á sínu máli, en kinkaði að lokum kolli til samþykkis bendingum skipherra. Stýrimaður reri síðan með hinn rússneska skipstjóra yfir að Burna, lét hann fara upp á skip- ið og gat komið honum í skilning um, að það ætti að fylgja varðskipinu eftir, eins og hin skipin, sem tekin höfðu verið í landhelgi. Síðan skýrði hann það fyrir skipstjóra, að hann hygðist taka fyrsta stýrimann með sér yfir í varðbátinn. Skipstjóri gerði skiljan- legt, að stýrimaðurinn væri lasinn, en benti á annan mann í hans stað. Stýri- maðurinn íslenski þóttist skilja, að sá væri bátsmaður, tók hann gildan sem gísl og flutti hann yfir í Faxaborg. Því næst var haldið af stað inn fjörð- inn og stefnt að Zenit, rússneska skip- inu, sem annar stýrimaður hafði stokkið yfir í ásamt einum af hásetun- um. Fylgdi Burna varðbátnum eftir, eins og skipstjóranum hafði verið fyr- ir lagt. Var rennt upp að hliðinni á Zenit og skipin tengd saman. Annar stýrimaður og félagi hans höfðu ekki hafst annað að en að gæta þess, að skipið biði. Nú fóru þeir skipherrann og fyrsti stýrimaður til fundar við skipstjórann rússneska. Skipherrann tilkynnti honum, að hann væri sakað- ur um landhelgisbrot og kom honum í skilning um, að hann ætti að afhenda skipsskjölin. Skipstjóri þóttist í fyrstu ekki skilja, hvað fram á væri farið, en auðsætt var á svip hans og látbragði, að slíku var ekki til að dreifa. Hann benti, buldraði og pataði, en lét allt í einu undan og sótti skjölin. Fyrsti stýrimaður varskipsins tók við þeim, en skyndilega hrifsaði skipstjórinn rússneski þau af honum. Annar stýri- maður stóð með skammbyssuna í hendinni. Fyrsti stýrimaður greip hana og beindi henni að Rússanum. Þá drúpti hann höfði og afhenti skjölin orðalaust. Skipherra og fyrsti stýri- maður tóku því næst stýrimanninn á Zenit með sér yfir í Faxaborg, en skildu þá eftir hjá Rússunum, annan stýrimann og hásetann. Faxaborg var leyst úr tengslum við Zenit og síðan var siglt af stað og ferð- inni heitið til Seyðisfjarðar til fundar við sýslumann Norðmýlinga. Þegar þetta gerðist, var klukkan tvö eftir há- degi. Nú voru á Faxaborginni fjórir Rúss- ar, þreklegir sjómenn og vasklegir, og þrír þjónar íslenskrar landhelgis- gæslu, skipherra, fyrsti stýrimaður og fyrsti vélstjóri. Rússunum hafði verið vísað til vistar í borðsalnum, og sátu þeir þar prúðir og hljóðlátir og töluðu fremur lítið saman. Voru þeir þannig á svipinn, sem þeir væru haldnir nokkr- um kvíða fyrir því, hvað við tæki. Eins og áður er getið, hafði mat- sveinninn lokið við að matreiða mið- degisverð handa skipverjum, þá er hann tók að sér varðstöðu á Wolna, og hafði gengið frá matnum í kæliklefa bátsins. Skipherra, stýrimaður og vél- stjóri snæddu nú til skiptis, en síðan bar stýrimaður á borð fyrir Rússana. Var það ekkert ómeti, sem fram var borið, steikt kindakjöt, brúnaðar kart- öflur og gulur búðingur. Bauð stýri- maður Rússunum að gjöra svo vel, en þeir hristu höfuðið og snertu ekki við matnum. Hann bauð þeim matinn á ný, en árangurslaust. Eftir stutta stund bauð hann þeim upp á réttina í þriðja skipti, en þeir voru jafn þverir og áður. Gutu þeir augunum hver til annars og voru mjög þungbúnir á svipinn. Stýri- maður tók þá eftir því, að hann hafði gleymt dýfunni, sem átti að fylgja búðingnum. Hún var rauð, og stýri-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.