Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 55
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
53
Jens Hansen Jessen - vélsmiðurinn ungi
sem sendur varfrá Esbjerg 1902 til þess
að koma Möllerupvélinni fyrir um borð í
,,Stanley “. Hann settist síðar að á Isa-
firði og stofiiaði þar vélsmiðju. í smiðju
hans námu margir af brautryðjendum ís-
lenskrar vélstjórastéttar.
Látum við hér staðar numið að rekja
sögu fyrsta íslenska vélbátsins sem
ætlaður var til fiskveiða og upphafi
þeirrar miklu sögu sem með honum
var hafin.
(Heimild: „Saga ísafjarðar“ eftir
Jón Þ. Þór sagnfræðing).
Grímur Thomsen:
HULDUR
Djúpt í hafi
í höll afrafi
Huldur býr,
bjart er trafið,
blœjan skír;
oft í logni
á Ijósu sogni
langspilið hún knýr,
sindrar silfurvír.
Raular undir
Rán í blundi
rótt og vœgt,
lognið sprundi
Ijúft er þœgt,
og í draumi
undirstraumur
ymur stillt og hægt,
haf er fagurfœgt.
En í kalda
er kvikar alda,
kreppist glær,
hærri galdur
Huldur slær:
Strengir hlymja,
hrannir glymja
hvítar nær ogjjær,
tymur sollinn sær.
Trúi ég leiki
Faldafeyki
fiðlan snjöll,
eru á reiki
rastafjöll,
Ægisdætur
fima fætur
flytja um báruvöll,
byltast boðaföll.
Dunar sláttur
dýrri er háttur
drósar brags,
tekur hún brátt
til Tröllaslags:
Magnast stormur
Miðgarðsormur
makka kembirfax,-
kenna knerrir blaks.
Meðan veður
valköst hleður
vogs um tún,
Huldur kveður
hafs við brún,
inni á víkum
yfir líkum
einnig syngur hún
marga raunarún.
Óm afhreimi
galdurs geymir
gígjanþá,
dregur hún seiminn
djúpt í sjá,
treinist lengi
tón og strengir
titra eftir á
dult í djúpi blá.
Grímur Thomsen (1820 -1896).