Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 77
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
77
Helga Helgadóttir tekur við heiðursmerki Sjómannadagsins úr hendi Péturs Sigurðs-
sonar árið 1989, en bóndi hennar var þá staddur á hafi úti.
son pokamaður sem rakst á kopp á
spilinu og fór úr axlarliðnum. Aðrir
hlutu minni meiðsl.
Margan hefur furðað á að við
skyldum ekki heyra einhverja ógur-
lega sprengingu þegar skipið rakst á
tundurduflið og kann ég ekki skýr-
ingu á því. En öflug sprenging var
þetta eigi að síður og kann ég að
greina frá ljósu dæmi þess: Meðal
áhafnarinnar var vestfirskur maður
að nafni Hjálmar. Hann var að setja
rópinn í að aftan þegar sprengingin
varð og við það kom slíkur halli á
skipið að hann hraut útbyrðis — en
skaut innbyrðis aftur um leið og skip-
ið rétti sig. Þetta er satt, svo ótrúlega
sem það kann að hljóma.“
Nýtt skiprúm eftir tvo daga
„Ekki liðu nema tveir dagar frá því
ég kom í bæinn eftir að Fylkir sökk
þar til ég hafði ráðið mig á nýtt skip.
Var það togarinn Júlí sem fórst í Ný-
fundnalandsveðrinu mikla árið 1959.
Ekki er ætlun mín að styggja nokk-
urn mann þótt ég segi að ekki hafi ég
gert meira glappaskot um dagana en
að ráða mig þar um borð. Því olli sú
óskaplega sóknarharka sem á Júlí
tíðkaðist.
Man ég að eitt sinn vorum við
einskipa að veiðum í fjóra sólar-
hringa í ófæru veðri fyrir vestan land.
Við vorum jafnan tveir á trollvakt og
vorum við eitt sinn santan á vaktinni
ég og sá þjóðkunni Markús Þorgeirs-
son sent björgunarnetið „Markús“ er
kennt við. Þar sem Markúsi var ætlað
að slá úr notaði ég tækifærið og hugð-
ist fara og fá mér að borða. Ákvað ég
að vera fljótur að borða og reyna
síðan að komast fram í án þess að
blotna, enda var vaktin búin og ég
ætlaði í koju.
En það stóðst á endum að þegar
trollið kemurupp — eníþvívarmik-
ill fiskur — slitnaði afturrópurinn og
tók fyrir vikið tók þrjá klukkutíma að
taka trollið. Meðan á því brasi stóð
kom sjór á skipið nteð þeim afleið-
ingum að sá sem stóð við framvant-
inn í pokapontunni við talíuna, sem
pokinn er tekinn inn á, tókst á loft og
flaug yfir endilangt skipið. Varð hon-
um það fyrir að hann greip um
strekktan gilsinn og féll þaðan niður
á spilkoppinn og meiddist talsvert. í
þessu sama ólagi skorðaðist stýri-
maðurinn uppi við spilið og taldi sig
hafa rifbeinsbrotnað, sem til allrar
hamingju reyndist þó ekki vera. En
ekki var slegið slöku við og þegar það
sem í trollinu var hafði náðst inn
reyndust það vera um 30 tonn. Ekki
var tekið að gera að fiskinum við svo
búið heldur strengt yfir hann net og
þar með siglt í var. Segir það sína
sögu að meðan við vorum á innsigl-
ingunni eftir þessa fjögurra sólar-
hringa útiveru mættum við öðrum
togurum sem loks þá voru að halda á
miðin.
Strax og í var kom var tekið að
gera að aflanum og dytta að því sem
úrskeiðis hafði farið í veðurhamnum
og síðan haldið út á ný. Skyldi siglt til
Bremerhafen og stefnan tekin norð-
ur fyrir land í vonskuveðri. En ekki
var áhöfninni ætlað að sitja auðum
höndum heldur vorum við látnir vera
úti á dekkinu við að splæsa grandara
og annað dót. Man ég sérstaklega
eftir því að þegar siglt var fyrir
Langanes mátti heita að bakborðs-
gálginn væri nær stöðugt í kafi. Var
tækifærið notað þegar siglt var í
gegnum Færeyjar til þess að gera við
það sem úr lagi hafði færst í sjó-
gangnum. Sem dæmi má nefna að
um helmingur hlífðarborðanna í
pontunni hafði rifnað upp í sjóunum.
Á Júlí reyndi ég þá hörðustu sjó-
sókn sem ég hef haft reynslu af um
dagana.“
Fundin „Fylkismið“
„Ég var á Júlí fram í janúar 1957,
en þá fór ég á togarann Egil Skalla-
grímsson og var á honum fram á vor,
eða uns mér bauðst pláss á nýjum
Fylki sem þá kom til landsins. Á
Fylki unnum við þau afrek að við
fundum hin svonefndu „Fylkismið"
við Grænland og einnig Nýfundna-
landsmiðin árið 1958. Þar var oft fisk-
að mikið og man ég eftir þrem túrum
sem við fórurn á þessa bugt og kom-
um að landi með ein 330 tonn í hvert
skipti. Á 33 dögum munum við hafa
veitt 930 tonn alls.
Þarna var ég allt til ársins 1964
þegar togaraverkafall stóð fyrir dyr-
um, en þá fór ég á vélbátinn Sigfús
Bergmann frá Grindavík. Á Sigfúsi
Bergmann var ég svo allt til þess tíma
að síldin brást. Stóð þá til að lækka
síldarverðið um 24% og sagði ég þá
við útgerðarmanninn að ekki litist