Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 87
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
87
officeres eftir spurðu hvert sá danski
kóngur hefði ei annað að gefa sínum
matrósum en vatn og grástein og
sögðu þeir skyldu koma upp á sín
skip og yfir líta sitt fólk, hvert so illa
út sæi sem þeirra. Og vor dönsku
yfirvöld sáu oss og kenndu oss ei.
Vér vorum bæði feitir og vel til fara.
Það var ei oft að sjúkir væru hjá oss
yfir tvo eður þrjá í mesta lagi af 700
manns á vorri heilu reisu. Eg tala ei
um þegar komum í Tyrkeríið og
komum í lag með vora mótstöðu-
menn, sem síðar mun sagt verða.“
Á Möltu
„Vér héldum nú lengi ferðinni
fram, til þess vér komum til Malta og
sendum boð undan oss, hvert ei
mættum þar inn koma og kaupa af
þeim það vér með þyrftum. Oss var
svarað, ef vér brúkuðum danskt flag,
værum vér velkomnir þangað að inn-
koma, en ei með það rússiska flag.
Maletesser voru mikið skikkanlegir
mót oss, því sá danski kóngur hefur
verið þeirra skyssherra (verndari) í
gömlum tíðum. Þessi ey er sú er sá
heilagi Paulus leið skipbrot á ferð-
inni til Róm, sem kann sjá í þeirri
heilögu skrift. Þar er jafnan brim og
óhreinn sjór og ei utan eitt innhlaup.
Þessi ey er ávaxtarsöm af öllum jarð-
arinnar ávexti, sérdeilis af hunangi.
Er og lítil vexti, mér virtist hér um
fimmti partur af þingmannaleið. Þar
var og ei utan einn kaupstaður, er var
lítill, en þó vel byggður. Kastil) á
báðar síður, þegar inn komum á
höfnina. Þar keyptum vér eitt grátt
naut. Eg hef aldrei séð svo stórt naut
sem það var. Ei var það so mikillega
feitt sem það var stórt. Var og mjög
dýrt, mig minnir 25 rd. Þeirra brauð
var al' hveiti, ganske sætt. Einn pott-
ur vín kostaði þar þrjá skildinga, er
sama slags vín kostar í Kaupinhöfn
einn sléttan dal. Allir ávextir voru
eftir þessum prís. Vér lágum þar í
fimm daga. Eg var þar einu sinni í
landi og drakk þar vín og át ávexti so
mikla sem vildi fyrir átta skildinga, er
eg ei kunni fá í Kaupinhöfn fyrir 2 rd.
Flesk og ket var mikið dýrt. Þessi ey
var slétt yfirferðar. Þetta fólk gjörir
ei frið við Tyrkjann, heldur er þar
ævarandi ófriður og barátta, og
þegar þeir sjá að Tyrkinn vill og kann
þá yfirvinna, koma þeir eld í þeirra
púðurhús á skipinu, so það flýgur í
loftið. Því þeir vita að ef verða skyldu
herteknir af honum, er þeim engin
lausn væntanleg, því Tyrkinn vill
gjarna hafa frið við þá, ef fá kynni.
Þessi þjóð er katoliker, eru mjög
harðir viðureignar og eru alltíð á
flakki, stela og myrða þá tyrknesku
og eru hönum í öllu mótsnúnir."
Einn loss til þeirra
grekisku eylanda
„Þegar þaðan fórum fengum vér
einn loss með oss er skyldi vísa oss
veginn til þeirra grekisku eylanda,
því hvar vér komum í þeirra grenser
voru þeir oss undirgefnir, fyrir
hverra skuld að stríðið við tyrkneska
hafði sín upptök, því Rússar og
Grekar eru sömu trúarbragða. Þeir
klöguðu fyrir Majesteten af Rúss-
land að Tyrkinn vildi þá yfirfalla,
skáru skeggið af þeirra prestum og
drápu fólkið. En það hendir sig oft
að einn grískur tekur tyrkneska konu
og einn Tyrki tekur grekiska konu.
Þó kunna þeir aldrei að forlíkast, því
Grekar hafa ekkert yfirvald utan
Tyrkjann, er þá undiroka með skatt
og ólöglegar tributer (álögur). Þegar
vér þar inn komum hafði þetta stríð
yfir staðið í þrjú ár og höfðu Rússar
haft alltíð sigur, en fjölda fólks höfðu
þó misst, og flestir Tyrkjar frá þess-
um eylöndum voru í land drifnir.
Fyrr bjuggu þeir saman, þó ei forlík-
ast kynnu.
Þegar vér komum nú í þessar eyjar
hvar Grekar í bjuggu, voru þeir oss
undirgefnir í öllu. Þeir komu til okk-
ar með mjólk og ost, brauð og ket,
olíu, er þeir brúka að steikja fisk er
þeir kalla ríba, er mikið smár vexti og
sætur að smekk. Þeir steikja og
þeirra brauð í þessari olíu. Þeir komu
með mjólk, bæði kokkaða og ókokk-
aða. Vor prestur messaði í þeirra
kirkjum, sem voru sérdeilis vel
byggðar með artugu málverki so röru
að ei hef ég séð betra. Alla sunnu-
daga var so fullt í kirkjunni að fjórar,
fimm raðir stóðu fyrir utan kirkju-
dyrnar. Allir fóru Rússar í góðu
skikki að þessum tíðagjörðum, voru
títt að signa sig og bukta.“
SKOÐUN OG VIÐGERÐIR GÚMMÍBÁTA ALLT ÁRIÐ
Önnumst einnig viðgerðir á flot- og
BJÖRGUNARBÚNINGUM.
GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN
Eyjarslóð 9 • Örfirisey
Sími: 551 4010