Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 90

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 90
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 90 það besta. Það voru aðeins nokkrir hinna eldri og reyndari skipstjóra sem tóku þann kostinn að liggja um kyrrt á höfninni og bíða þess að óveðrið gengi niður.“ Valtýr lendir í hrakningum „Skipin sem komu til Reykjavík- urhafnar þessa fyrstu daga aprílmán- aðar höfðu mörg hver komist í krappan dans á leiðinni þangað, svo og þau sem létu úr höfn eftir að óveðrið skall á. Þau urðu mörg að snúa við eftir að þau höfðu orðið fyrir áföllum strax og kom út í Flóann. Öll sluppu þó við meiri hátt- ar áföll nema eitt, þilskipið Valtýr, eign Framnesinga. Skipið hafði verið á leiðinni til Reykjavíkur og var statt á Syðri-FIraununum í Faxaflóa er það fékk á sig mikinn brotsjó. Olli hann skemmdum á seglum og reiða skipsins og hreif einn skipverjanna, Loft Loftsson, stýrimann, útbyrðis og drukknaði hann. Loftur var mað- ur rösklega þrítugur, heimilisfastur að Bollagörðum við Reykjavík og hafði hann getið sér gott orð sem sjómaður og skipstjórnarmaður. Þann dag sem Valtýr kom til hafn- ar, ó.apríl, varð vindáttin vestan- stæðari en verið hafði undanfarna daga, en lítið lát varð þó á hvassviðr- inu. Loftvog stóð enn mjög illa og aðfaranótt 7. apríl breyttist enn vindstaðan og varð að nýju suðvest- anstæð. Þótti þá auðséð að stórviðri var í nánd, enda magnaðist veðrið með birtingu um morguninn og undir hádegi mátti heita að komið væri fár- viðri sem færðist enn í aukana. Strax um morguninn komu nokk- ur skip til hafnar; höfðu þau þá sögu að segja að þá um nóttina hefði verið stórviðri úti fyrir og mildi mætti heita að skipin hefðu komist slysalaust til hafnar. Svo hafði raunar ekki orðið, þar sem eitt skip Framnesinga hafði fengið á sig brotsjó er það var á leið- inni inn. Þrír menn voru á þiljum er brotsjórinn kom á skipið og fóru þeir allir fyrir borð. Með miklu snarræði tókst að bjarga tveimur mannanna en sá þriðji fórst. Var það stýrimaður skipsins, Gunnlaugur Grímsson, ætt- aður frá Nauthól.“ cHsfíorun. Pejjur jitfn-sltiiíoslltgl nuiimljón ber nð höndum og nú hefur orðið lijrr við FuxuHóu. hljóln ullir að luka hlut i hiniini iuiklu og siirn missi. snn sio miirg lieiinili hnfn heðið mvr og fjivr. En hhtlliilu roru i verki gvliim vjer sýnl með þvi einu. uð gefu uf iirltiln geði. og svo. rijlega sern hver megnnr. lil hjiUgnrþnrfnndi ekkna og barna og annara mun- aðarlegsingja liinnti i/rukkniiðn sjóinanna, sem þeir roru eina sloðin og slgllun i Ujiun. I jer iiHilirrilaðir liiifiiin ini gengið i nefnd saiuiin lil að lakiui nióli slikiiiu saiiisknlum. Ijer innnnm jafnskjtill birlu suiiiskoliu ng þan eru inn kiniiin, ug gera oss ull far um það. með aðsliið kiinnugru mannu. uð gjufafjeð komi sem rjrllltilasl niður, og gern siðan aliucnningi grein fgrir þvi. . I'.skilegl nvri að saiiisknliu gengi svo greiðlrga, að þeim gu’li nrðið lokið á iiiiðju sumri. (ijalilkeri nefuilurlnnnr er kanginaður lieir Zoegu. HefjkJiwlli á jiwikiiilitij 1900. (i. Zoega. (i. Iljifrnssou. II. Hafliðtison. Mll Eiudrsson. Th. Jensen. Th. Thorsleinsson. Pórli. Iljiirnarson. Áskorun sú sem birt var í blöðunum er fjársöfnunin vegna sjóslysanna í apríl 1906 hófst. Skip á siglingu fyrir utan eyjar „Laust fyrir hádegi veittu menn í Reykjavík því athygli að skip var á siglingu fyrir utan eyjar og átti það greinilega í erfiðleikum. Hafði það uppi aftursegl og stagfokku og þegar skipið nálgaðist sást að það mundi hafa orðið fyrir áföllum og skemmd- um. Greindu menn t.d. að gaffallinn á stórseglinu var brotinn. Skip þetta, sem menn sáu brátt að var kútter Ingvar, eign Duus-verslunar í Reykjavík, treysti sér greinilega ekki til þess að sigla inn á höfnina eftir venjulegri skipaleið, vegna þess hve vindáttin var óhagstæð, heldur sigldi fyrir norðan Engey og síðan áleiðis inn á Viðeyjarsund. Mönnum í landi, sem fylgdust með Ingvari, þótti lík- legt að skipstjórinn ætlaði sér að leggja skipinu einhvers staðar á svæðinu milli Viðeyjar og lands eða inni við Klepp. Fyrst í stað virtist sem þetta ætlaði að takast, en þegar skip- ið var komið inn á móts við Eiðið við Viðey, þar sem leiðin þrengist, var sem skipstjórinn hætti við að halda áfram, sennilega af ótta við að sigla skipinu í strand. Hins vegar varð ekki aftur snúið og var því eina úr- ræðið að draga niður seglin og varpa akkeri. Úr landi að sjá var sem akk- erið fengi festu, þar sem skipið sner- ist og varð vindrétt. Þegar þetta gerðist mun klukkan hafa verið tólf á hádegi. Þá var veð- urofsinn enn að magnast, og varð hvassviðrið nú sunnanstæðara en verið hafði fyrst um morguninn. Brim jókst að sama skapi mikið á skammri stundu og varð fljótlega meira en elstu menn mundu að hefði fyrr gert við Reykjavík. Var höfnin eitt rjúkandi löður yfir að líta. Hvarf Ingvar oft í særokið, en þess á milli grilltu menn í skipið, og öllum til mikillar skelfingar sást að það hafði snúið sér og flatrak nú í átt að skerj- unum við Viðey.“ Ingvar ber upp á sker við Viðey „Laust fyrir klukkan hálfeitt mun Ingvar liafa strandað á skeri sem var nokkuð frá landi. Var erfitt fyrir mannfjölda þann sem safnast hafði saman við Reykjavíkurhöfn og fylgd- ist þaðan með skipinu að greina hvort það var strandað eða ekki, en hins vegar sást vel frá Laugarnesi hverju fram fór. Sími var kominn í spítalann í Laugarnesi og hringdi Hermann Jónasson spítalaráðsmað- ur þar til Reykjavíkur og greindi frá því að Ingvar væri strandaður. Sagði hann frá því að svo virtist sem flestir skipverjanna hefðu raðað sér í reið- ann. Engin björgunartæki voru við höndina inni í Laugarnesi og var það aðalerindi Hermanns að hvetja til þess að farið yrði á bát út að Viðey. Taldi hann það gerlegt, þótt óveðrið væri magnað og sjólagið illt. Fyrst í stað höfðust menn lítið að en þegar fréttist um ástandið á strandstað fóru menn að hugsa sér til hreyfings. Meðal þeirra sem komnir voru niður að höfninni voru nokkrir ráðamenn þjóðarinnar og bæjarins. I þeim hópi voru Hannes Hafstein ráðherra, Páll Einarsson bæjarfó- geti, Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri og Ditlev Thomsen kaupmaður sem á margan hátt má telja einn af brautryðjendum slysavarnastarfsins á íslandi. Þeir félagar hétu á menn til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.