Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 102
102
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Víkingasafnið í Bygdöy
— eftir Jón Kr. Gunnarsson
Ekki er ólíklegt að íslendingar
séu ferðaglaðasta þjóð í
heimi miðað við fólksfjölda.
Auk ferðalaga innanlands sækir mik-
ill fjöldi út í heim. Margir spara til
þess að geta síðan veitt sér utan-
landsferð síðar, en aðrir tefla á það
tæpasta með krítarkortið og borga
eftir á. Auðvitað er það veðurfarið á
okkar kalda og vindasama Fróni, en
einnig er það verðlagið í ýmsum suð-
lægari löndum. Löngun í sól og hita
ræður miklu hjá fjölda fólks þegar
það velur sér ákvörðunarstað í or-
lofsferð.
Ferðamátinn og ferðaleiðir hafa
breyst mikið. Áður lágu flestar leiðir í
gegnum Kaupmannahöfn og til Norð-
urlandanna. Tengslin við norræna
frændur eru sterk, en nú skiptir sam-
eiginlegur uppruni ekki lengur máli
þegar ferðaáætlanir eru gerðar. Sólin,
hitinn og verðlagið ræður ferðinni.
Sameiginleg arfleifð
Þó að Norðurlöndin hafi að miklu
leyti orðið úrleiðis í sumarleyfisferð-
um íslendinga á undanförnum árum
er ekki þar með sagt að við eigum
ekki þangað margt að sækja. Sameig-
inleg arfleifð er enn í fullu gildi. Saga
Norðurlandanna er jafnframt hluti af
okkar eigin sögu.
Á síðstliðnu sumri átti ég erindi til
Noregs og í framhaldi gafst mér kost-
ur á að líta í kring um mig og heim-
sækja áhugaverða staði. Ferðalög og
grúsk fer oft vel saman. Ég hef oft
áður notað tækifærið og heimsótt
Víkingaskipasafnið á Bygdö við
Oslo. Ég dáist að þessum gömlu
skipum sem eru frá svipuðum tíma
og norrænir menn, aðallega frá vest-
urströnd Noregs, lögðu á haf út til að
nema nýtt land. Handbragð og hönn-
un ber verkmenningu gott vitni. Án
þekkingar á skipasmíði og siglingum
hefði landnám íslands ekki verið
mögulegt.
Landnám íslands er eitt af undrum
veraldar. Hundruðum saman kaus
fólk að flytjast á brott frá Noregi og
setjast að í ókunnu landi. Það hlýtur
að hafa verið mikið fyrirtæki að flytja
á milli landa, oft á tíðum um úfið haf,
með talsvert af búsmala og eitthvað
af brýnustu búslóð. Þó að innan-
landsófriður í Noregi hafi knúið
menn til farar, þá þurfti mikið áræði
til. Skipakostur þurfti að vera mikill
og góður.“
Minjar af hafsbotni
„íslendingar eiga fátt minja frá
fornum tíma og ekkert sem varðar
siglingasöguna. Norðmenn og Danir
eru hins vegar svo lánsamir að hafa
eignast skip frá þessum tíma. Danir
fengu sín skip af hafsbotni í Hróars-
keldufirði. Þau eru fimm talsins af
mismunandi stærð og gerðum. Það
stærsta þeirra er knörr sem var út-
hafsskip á fornum tíma. Það var hins
vegar mjög illa farið og rúið öllum
búnaði enda hafði því verið sökkt
ásamt minni skipunum til þess að
loka innsiglingunni til hinnar fornu
Hróarskeldu. Þessi skip eru til sýnis í
glæsilegu safni í Hróarskeldu.“
Fimm skip við Oslófjörðinn
„Norðmenn eignuðust sín skip
hins vegar við uppgröft á fornum
haugum, sem voru höfðingjagrafir.
Þau sýna og sanna á hve háu stigi
skipa- og bátasmíði var á Norður-
löndum til forna. Efniviður til skipa-
smíða var að sjálfsögðu nægur.
Að minnsta kosti fimm forn skip
hafa verið grafin upp í og við Osló-
fjörðinn. Tvö af þessum skipum,
Gauksstaðaskipið og Ásubergsskip-
ið eru sérstaklega athyglisverð vegna
þess hversu vel þau hafa varðveist og
einnig vegna þess búnaðar sem í
þeim var. I ljós kom mikið af áhöld-
um og síðast en ekki síst listmunir
eins og útskurður. Seglabúnað vant-
ar hins vegar svo að segja alveg, svo
að þó ljósi sé varpað á þróaða skipa-
smíði er ýmsum spurningum ósvarað
um sjálfar siglingarnar. En trúnni á
nýtt líf eftir jarðneskan dauða eigum
við að þakka að við nú skulum geta
litið augum þessi fornu skip. Það
þótti brýnt að búa látna höfðinga vel
úr garði á leiðinni yfir móðuna
miklu. Á nýjum og ókunnum leiðum
skyldu allir vera sannfærðir um að
þarna væru höfðingjar á ferð, en ekki
hversdagsmenn.
Fornleifafundir Dana og ekki síst
Norðmanna eru mikilvægir fyrir
okkur íslendinga, því þeir skýra upp-
haf íslandssögunnar og þá staðreynd
að landnám Islands var tæknilega
mögulegt. Þetta er fróðlegt að skoða