Blanda - 01.01.1940, Síða 124
122
(sbr. Bisk. II. 317, 326, 338, 421—423). Um
móðurætt Jóns biskups vissu menn eiginlega
ekki annað með vissu, en það, að móðir hans
hét Elín Magnúsdóttir, en móðir hennar Þóra,
er systir var Einars ábóta ísleifssonar á
Munka-Þverá. Til eru að vísu tvær ættartölur
(Bisk. II. 415, 418), er rekja þá ætt, önnur til
Gríms Kambans (A), en hin (B) hvorki meira
né minna en til „Adams“. Mönnum virðist ann-
ars hafa verið títt á 16. og 17. öld að rekja ætt
sína til „Adams“, „Óðins“ og annara jafn sögu-
iegra „manna“. A-gerðin er svo fráleit, að Jón
Arason (d. 1550) verður 6. maður frá Guð-
mundi dýra (d. 1212), og eru kvenkné þó 2,
enda koma þá að meðaltali rúm 56 ár á hvern
ættlið. B-gerðin er að því leyti skárri. að Jón
biskup er þar talinn 10. maður frá Guðmundi
dýra, og getur það staðizt tímans vegna. En það
virðist alltortryggilegt, að 16. aldar menn hafi
getað tengt saman ætt um óþekkta menn og
konur allt niður á 13 öld. Mætti láta sér koma
til hugar, að slík ættfærsla kynni að vera nokk-
urn veginn jafn áreiðanleg og ættrakning til
ýmissa frægra „manna“, sem munnmælin hafa"
skapað. En svo mikið er víst, að ættartölur þess-
ar eru lítils nýtar, ef þær hafa ekki verið byggð-
ar á skráðum heimildum frá 13. eða 14. öld, því
að þeir, sem þær hafa gert, hafa trauðla vitað
betur um þessa ættfeður sína, suma alveg ó-
kunna, en t. d. Guðbrandur biskup, sem ekki
virðist vita nokkur deili á Grundar-Helgu, sem
hann var þó 6. maður frá.
Ætt Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns
biskups Arasonar, kunna 16. aldar menn að
rekja til Sveinbjarnar Þórðarsonar, officialis