Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 14
10
GRIPLA
HESTAVÍG OG HESTAR í LÖGUM
Þó að víða sé getið um hestavíg í fornbókmenntum íslendinga, verður
þess ekki vart, að um þau hafi verið til lagaákvæði á þjóðveldistíman-
um. En um norsk fornlög gegnir öðru máli. í eldri Frostaþingslögum
eru svofelld ákvæði um umgengni manna við annars manns hross og
hestavíg:
Um þat, ef maðr vanar ross.
Ef maðr skerr af rossi manns t<pgl, þá gjaldi aura þrjá, en ef hala
hgggr af, þá skal meta ross, en hinn reiði þeim verð fyrir, er átti,
ok gfundarbót á ofan, h<?ldi aura sex, en árbornum manni hálfa
mgrk, reksþegni þrjá aura, leysingja syni tvo aura, en leysingja
eyri, en silfrmetit er árborinna fé, en sakgilt þyrmslamanna fé.
En ef maðr lýstr tenn ór hgfði rossi manns, hafi sá ross, er laust,
en hinn verð, er átti, ok Qfundarbót á ofan, ok svá ef hann hgggr
hala af rossi, svá at rófa fylgir. En ef hestavíg verðr, hafi sik
sjálfan hverr ábyrgðan, en ef lýstr hest á vígi nauðsynjalaust,
gjaldi gfundarbót þeim, er hest á, eftir því sem hann er maðr til.
En ef maðr tekr hefting af rossi manns fyrir ráð þess, er á, gjaldi
aura þrjá þeim, er á, ok þess ábyrgð á rossi ok gllum verkum
þess til þess, er eigandi kemr h<?ndum á, ok sveri eið fyrir. En ef
topp skerr ór hQfði rossi manns, sá er sekr aurum tveimr. En ef
ross rennr eftir ríðanda manni, þá láti hann ross til varðveizlu
fyrr en hann hafi riðit um þrjá bœi eða ábyrgist sjálfr elligar. En
ef hala hQggr af nauti manns, þá skal gjalda hálfan eyri silfrmet-
inn ok Qfundarbót, sem hvervitna skal, þar er maðr gerir spell á
búfé manns.6
Ekki ósvipuð ákvæði eru um hestavíg og umgengni við hesta í svo-
kölluðum Landslögum Magnúsar konungs (lagabætis) Hákonarsonar,
sem dó 1280. Hafði hann þá gengið frá lögbók, sem hann ætlaði ís-
lendingum og þeir samþykktu með semingi árið eftir. Lögbók þessi,
Jónsbók, er mjög svo sniðin eftir Landslögum Magnúsar konungs.7
6 Norges gamle Love I, Christiania 1846, bls. 228. Stafsetning er samræmd hér, en
orðamuni handrita sleppt.
7 Jón Jóhannesson, íslendinga saga II, Rvík 1958, bls. 20-30.