Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 351
STAÐA KONUNGSSKUGGSJÁR
347
erlendum ‘furstaspeglum’: andstæðuna milli góðs og vonds konungs,
milli ‘rex iustus’ og ‘tyrannus’ (eða ‘rex impius’). Þetta er einkum og
sér í lagi athyglisvert, vegna þess að konungsbálkurinn hefur sérstöðu í
verkinu að þessu leyti. í upphafi kaupmannabálksins gerir höfundur
nefnilega skýran mun á ‘þeim er kaupmenn eru réttir’ og ‘þeim er sér
gefa kaupmanna nöfn og eru þó mangarar eða falsarar, selja og kaupa
ranglega’,59 og í upphafi hirðmannabálksins gerir höfundur einnig
greinarmun á þeim hirðmönnum ‘er varðveita hina bestu siðu’ og hin-
um ‘er meðal siðarmenn eru eða varla svo’.60 Lesandinn á því von á
einhverri samskonar skilgreiningu á góðum og vondum konungi í byrj-
un konungsbálksins, en hana er þar hvergi að finna. Af þessu leiðir
síðan að ekki er rætt beinlínis um ‘fyrirmyndarkonunginn’ sem slíkan:
í Konungsskuggsjá er engin eiginleg dyggðaskrá í líkingu við þær sem
eru í erlendum ‘furstaspeglum’ og því síður skrá yfir þá lesti sem kon-
ungi ber að varast. Höfundur segir einungis, að konungur eigi að vera
réttlátur, margfróður og vitur og lýsir því hvernig framkoma hans
gagnvart undirmönnum hans á að vera, en að öðru leyti er svo til ekk-
ert fjallað um siðferði hans í stjórnmálum eða einkamálum.61
59 Konungs skuggsiá, bls. 4.
60 Konungs skuggsiá, bls. 38.
61 Munurinn á Konungsskuggsjá og erlendum ‘furstaspeglum’ er hér mikill. í erlendu
ritunum eru gjarnan heilar kaflaraðir um hinar einstöku dyggðir (sbr. t.d. Via regia eftir
Smaragdus frá Saint-Mihiel: ‘3. De timore, 4. De sapientia, 5. De prudentia, 6. De
simplicitate’ o.s.frv.), eða þar eru kaflar í svipuðum anda um hin ýmsu atriði í hlutverki
hans og þær dyggðir sem hann verður að hafa (sbr. De rectoribus christianis eftir Sedul-
ius Scotus: ‘4. De regia potestate non tam opibus et fiducia fortitudinis, quam sapientia
cultuque pietatis peroranda’. Sbr. einnig De moraliprincipis instructione eftir Vincentius
frá Beauvais: ‘11,15. Reges et presidentes debent scire sacram scripturam; 16. Rex om-
nes debet precellere in bonitate; 17. De sapientia, potentia et bonitate’). - í Konungs-
skuggsjá er hins vegar einungis að finna almennar setningar um þá kosti sem konungur
þarf að hafa, og þótt undarlegt megi virðast eru hinar fyrstu þeirra lagðar ‘syni’ í munn:
‘mér skilst það að þeir eru skyldir til er þjónustumenn eru að gæta hvors tveggja hinna
bestu siða eða fróðleiks eða manvits og allrar ráðvendi, þá man allmikil skylda á þykja
um hina er höfðingjarnir skulu yfir vera og allir aðrir skulu til þjóna, að þeir séu bæði
fróðir og vitrir og allskylt man þeim að elska aðra ráðvendi, þar sem þeir eigu kost á öll-
um öðrum til refsingar þeim sem eigi eru ráðvandir’ (bls. 72-73). ‘Þá hugða ég það, að
hann myndi eiga allvitur að vera og forsjáll og réttlátur í öllu sínu athæfi’ (bls. 73). ‘Fað-
ir’ segir skömmu síðar: ‘Það er hans víst skyldarembætti að nema manvit og fróðleik, og
á hann víst að vera margfróður um öll dæmi þau er verið hafa að hann megi þaðan skiln-
ing af taka til allrar stjórnar þeirrar er hann þarf að hafa í sínum konungdómi’ (bls. 73).
Skömmu síðar vitnar ‘faðir’ til orða ‘sonar’: ‘Nú á því konungur hver sem þú gast víst að