Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 100
96
GRIPLA
einum vetri.’ Árni Magnússon gerði ráð fyrir að vetri væri villa fyrir
degi.3S í DS, bls. 271, nmgr. 2, tekur Bjarni Guðnason upp klausu úr
Annales Ryenses til samanburðar við texta Knýtlinga sögu: ‘1142. Bel-
lum fuit Distling ter uno die et uno anno 13 uicibus inter Ericum et
Olauum, et semper fugit Olauus ante Ericum . . .’ Bjarni bendir á
(með tilvísun til Curt Weibull), að átta muni vera villa í Knýtlinga sögu
fyrir þrettán (xiii lesið sem viii) og vetri villa fyrir degi. Ef villan hefur
verið í frumriti Knýtlinga sögu er augljóst að sá sem setti saman kon-
ungatalið hefur leiðrétt textann, ef hann hefur farið eftir sögunni, en
að öðrum kosti verður að gera ráð fyrir að hann hafi farið eftir annarri
heimild, og til þess bendir raunar skylt orðalag í Flateyjarannál við ár-
ið 1143: ‘Eirekr lamb ok Olafr son Haralldz kesiu baurduz þrysuar a
einum degi.’ Einnig kemur orðalag í grein 1 í konungatalinu betur
heim við annála en orðalag sögunnar, sjá Skálholtsannál 907 og Flat-
eyjarannál 904: ‘Haralldr blátamn Gorms son tok ríki í Danmórkv.’ í
konungatalinu og annálunum er Haraldur konungur nefndur blátönn,
en það viðurnefni kemur ekki fyrir í sögunni. Einnig er athyglisverð
samsvörun við íslenska annála þar sem í konungatalinu segir frá Sveini
tjúguskegg: ‘Sveinn tjúguskegg tók ríki í Danmprk eptir fpður sinn’
(DS 328.12, sjá grein 4), og: ‘Á síðustum dpgum hans stríddi til lands í
móti honum Sveinn, son hans . . .’ (DS 328.5-6), sbr. Resensannál
958: ‘Sveinn Tivgu sceg toc konong dom. oc striddi viþ foþor sinn’,
Forna annál 958: ‘Sveinn tivgo skegg tok riki ok striddi við fæöur sinn’
(samhljóða í Flateyjarannál) og Skálholtsannál 958: ‘Sveinn tivgv
skegg striddi til rikis við fæðvr sinn.’
Það sem konungatalið hefur um Harald blátönn og Svein tjúguskegg
að segja á rætur að rekja til kirkjusögu Adams úr Brimum, eins og
Bjarni Guðnason bendir á í neðanmálsgreinum nr. 10, 13, 15 og 17.
Stuttur kafli úr bók Adams er varðveittur í gamalli íslenskri þýðingu í
AM 415 4to, prentaður í Alfræði íslenzk III, bls. 59-62, og í Flateyjar-
bók. Skyldu orðalagi bregður fyrir í þessum texta og í konungatalinu.
Ok hann lét skíra Harald konung ok
Svein, son hans, ok veitti honum sjálfr
guðsifjar ok kallaði hann Svein Ottó . . .
Þá tók pll Danmgrk við kristni. (DS
327.15-17 og 328.1)
. . . ok het Haraldr at lata skiraz ok
kristna alla Danmork. Var þa Haraldr
konungr skirðr ok kona hans Gvnhilldr
drottning ok svn hennar vngr, er keisarinn
veitti guðsifjar ok let kalla Svein Otto.
(Alfr. III 60.4-7)
38
Sjá SD, bls. 232.27 og nmgr.